Sennilega er rétt hjá Ötmundi Jónassyni að stjórnarandstaðan leiti nú allra leiða til að fella ríkisstjórnina með því að fella frumvarp hennar um þessa nauðarsamninga og leiki síðan þann leik að semja á svipuðum nótum. Formaður Sjálfstæðisflokksins reynir með þessu móti að draga athyglina frá þeim vanda sem forysta flokksins á við að stríða vegna 900 milljóna láns sem enginn er ábyrgur fyrir en einhverjir hafa haft nokkrar tekjur af. Væri ekki ráð að formaðurinn gerði tvennt: réðist gegn spillingunni í eigin flokki og kæmi með nothæfar tillögur í Icesave-málinu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.7.2009 | 22:03 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 319779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessar vangaveltur þínar eru svo sannarlega fullrar athygli verðar.
Árni Gunnarsson, 2.7.2009 kl. 22:51
Eins og talað út úr mínu hjarta
María Kristjánsdóttir, 2.7.2009 kl. 22:56
Ef ég væri stofnun, sjóður, stuðningsland eða eitthvað álíka, er ég bara hreint ekki viss um að ég lánaði þessari þjóð eða treysti henni fyrir nokkrum sköpuðum hlut... með þessi göfugmenni (langaði að skrifa "gerpi") í forsvari fyrir land, þjóð, samninga og fjármuni.
Eygló, 3.7.2009 kl. 00:35
Það er með hreinum ólíkindum hversu ákafir Sjálfstæðismenn eru við að hlaupa frá ábyrgðum sínum í þessum málum,svo ég tek að fullu undir með þér um þá.
Framsókn með þennann formann er hreinlega úti á túni í bölsýnir og dómdagsspám,vonandi komast þeir aldrei til valda aftur,viðhorf þeirra og pólitík hefði kanske dugað á dögum hjúalaga og bændaánauðar,ekki í dag.
Ég eins og öllum Íslendingum svellur reiðin yfir svínaríinu,en við komumst ekki með góðu móti undan því að greiða og hef enga trú á að Jóhanna og Steingrímur hefðu sett þetta fram,nema af því að lengra er ekki hægt að ná í samningum.
Kv Laugi
Sigurlaugur Þorsteinsson, 3.7.2009 kl. 10:52
Mældist ekki Framsókn með mesta stuðning til margra ára, í skoðanakönnun?
OG Sjálfstæðisflokkurinn væri aftur orðinn stærsti flokkurinn miðað við sömu könnun! Ekki viss að við, hinir almennu borgarar, séum heldur í lagi.
Eygló, 3.7.2009 kl. 12:51
Þetta er allveg rétt, stjórnarandstaðan vælir og vælir en ber engar lausnir fram. Við (þjóðin/ ríkið ) erum í sömu sporum og margir landsmenn sem eru nú þegar komnir í fjárhagsleg vandræði vegna erlendra lána, bankinn heimtar sitt og lítið þíðir að reyna að semja sig frá skuldum þar. Það er skrýtið að einhverjir haldi að við ( þjóðin/ ríkið ) geti á einhvern hátt samið betur. Lánveitandin hefur valdið.
kjartan (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 12:54
Þakka þér fyrir þetta Arnþór, en ég verð nú að segja að alltof sterk rök eru fyrir því að skrifa ekki undir Icesave nauðrungar-samninginn eins og hann er nú. Þetta virðist heldur vera þvingun AGS, Breta og kannski annarra ofríkisvelda.
Elle_, 3.7.2009 kl. 12:57
Nauðungar-samninginn.
Elle_, 3.7.2009 kl. 13:13
Upphlaup Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í þessu Icesafe máli er með ólíkindum. Þeir virðast ekki átta sig á því að ákvarðanir þeirra leiddu til þessa skelfilega ástands. Ætla þeir að verða menn að meiri og viðurkenna þau? Sennilega ekki. Þeir vilja beita sömu aðferðum og fasistar fyrri tíma: allt sem aflaga fer er öðrum að kenna en þeim sjálfum.
Um 30 braskarar fengu heimild um frjálsar hendur að ráðgast með fjöregg þjóðarinnar. Forystumenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vilja ekkert vita um þær staðreyndir að þetta voru þeirra eigin dekurdrengirnir sem ekkert minnsta rykkorn má falla á.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 3.7.2009 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.