Ákvæði til bóta

Hraðakstur og drukknir ökumenn eru mesti bölvaldur íslenskrar umferðar. Íslendingar hafa iðulega haldið því fram að refsiákvæði séu ekki til bóta. Hins vegar virðast strangar reglur og þungar sektir eða refsingar vera það eina sem margir Íslendingar skilja.

Ég hefði viljað að í nýjum umferðarlögum hefði verið tekið á hraðakstri með fleiri aðferðum. Til dæmis leyfir nútímatækni að hægt sé að stjórna hámarkshraða ökutækja með þeim fjarskiptalausnum sem nú eru til. Þannig væri hægt að draga sjálfkrafa úr hámarkshraða bifreiða.


mbl.is Blátt bann við akstri og áfengisneyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Þú fellur í þá gildru eins og svo fjöldamargir aðrir, Gísli, að tala um „hraðakstur“ eins og það sé einhver stöðluð eining. Sem það er ekki. Akstur á 140 km hraða á góðum vegi lítilli umferð við góðar aðstæður er minni „hraðakstur“ en 20 km við þröngar aðstæður og mikla umferð, t.d. gangandi vegfarenda. -- Umferðaryfirvöld hafa gert sig sek um það síðustu áratugina að einfalda málin með því að einblína á tilbúin óskilgreind hugtök eins og „hraðakstur“ frekar en brýna fyrir fólki að haga akstri eftir aðstæðum og sýna fyrirhyggju og tillitssemi í akstri.– Gæti haft um þetta miklu lengri lestur en læt duga að sinni. Góð kveðja.

Sigurður Hreiðar, 26.7.2009 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband