Hreinn þjófnaður

Kvittur um þetta fór hátt í haust og voru þessir tveir menn nefndir til sögunnar ásamt fleira fólki sem aðhafðist eitthvað slíkt.

fyrir tveimur árum seldi Bjarni Ármansson hlutabréf í Glitni. Daginn eftir féllu hlutabréf í Asíu og í kjölfarið lækkuðu bréf í Glitni talsvert. Reiknuðu menn út að Bjarni hefði haft af þessu tæpar 30 milljónir í hagnað. Augljóst var þá að hann vissi í hvað stefndi og ljóst má vera að þeir félagar vissu hvað var á döfinni í fyrrahaust. Í Bandaríkjun væri löngu búið að loka menn bak við lás og slá fyrir slíkt athæfi. En Íslendingar eru meinleysingjar og yfirleitt auningjagóðir.

Mér hefur verið tjáð og gæti væntanlega fengið það staðfest að nokkrir starfsmenn Landsbankans hafi verið látnir hringja í valda viðskiptavini árið 2008 og var þeim eindregið ráðlagt að selja þau hlutabréf sem þeir ættu og leggja andvirðið á hefðbundna bankareikninga.

Nú er gælunafn starfsmanna Sjóvár á fyrirtæki sínu Þjófvá. Hvaða gælunöfn skyldu verða valin íslensku bankaforkólfunum sem fluttu allt sitt á þurrt?


mbl.is Millifærðu hundruð milljóna milli landa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband