Á sunnudaginn var útvarpað viðtali þeirra Ævars Kjartanssonar og Ágústs Þórs Árnasonar við Guðfríði Lilju Grétarsdóttur þar sem hún fjallaði um viðhorf sín til íslenskra stjórnmála. Þar taldi hún greinilegt að ekki samræmdist lengur þörfum Íslendinga að taka eingöngu mið af því hvort tillögur á Alþingi séu fluttar af stjórnarliðum eða stjórnarandstöðu; málefnin yrðu að ráða. Slík hugmyndafræði er athyglisverð og í raun í samræmi við þá hefð sem tíðkast í samfélaginu manna á meðal. Gætu slíkar umræður á Alþingi komið þjóðinni betur í stað þess að menn stilli sér upp í fylkingar hvor gagnvart annarri og skiptist á skeytum.
Í morgun var seinna samtalinu útarpað. Þá var rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem er greinilega í hefndarhug um þessar mundir. Þar lýsti hann því að ríkisstjórnin hefði skipt um samningamenn í Icesave-málinu og ætlaði nú að leita aðstoðar stjórnarandstöðunnar til þess að koma málinu í gegn. Allur málflutningur hans í þessu viðkvæma máli hefur verið með ólíkindum og skiptir þá litlu hvort þessi gagnrýni hans á stjórnina eigi við rök að styðjast. Skilja má af orðum hans að ekki gangi að fella samningana en allt sem hann segir um fyrirvara er loðið og vart hendur á festandi.
Ég er farinn að hallast að því að meginmarkmið Bjarna sé að komast að kjötkötlunum og beita sér fyrir því að stjórnin falli. Sé litið á afrekaskrár þriggja ríkisstjórna, þeirrar sem Geir og Ingibjörg stýrðu og hinna sem Jóhanna og Steingrímur hafa veitt forstöðu, verður að segjast sem er að betur hefur verið tekið á málum í tíð Jóhönnu. Það gleymist fáum, sem hafa eitthvert pólitískt minni, hvernig Bjarni og félagar spilltu því með öllum tiltækum ráðum á útmánuðum að hægt yrði að gera nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni til þess að auka vald almennings og styrkja stöðu Alþingis og reyndar þjóðarinnar vegna afsals valdheimilda. Málþóf Sjálfstæðismanna kom m.a. í veg fyrir að nauðsynlegar ráðstafanir væru gerðar til þess að bæta stöðu fjölskyldna í landinu. Því er pólitísk ábyrgð Sjálfstæðisflokksins meiri en margur hyggur.
Nú er eins og Bjarni ætli sér að þvælast fyrir í Icesave-málinu og freista þess að sprengja stjórnina. Sé þetta rangt væri æskilegt að sjá svart á hvítu hvaða tillögur Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa sem mættu stuðla að þverpólitískri samstöðu á Alþingi. Nú skiptir ekki meginmáli hvort Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu. Hitt skiptir öllu að flokksmenn leggist á árarnar og hjálpi til að þoka Íslendingum áleiðis út fyrir boðana sem nú brýtur á. Hætt er við að seint gangi ef hefndin ræður för.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.8.2009 | 10:47 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir eru margir sem trauðla fella tár þótt þessi ríkisstjórn falli. Bjarni Ben er einn þeirra. Hitt er þó augljóst að Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja verða samt þau sem lýsa munu banasárunum á sínar hendur. Hverjir svo sem eiga að þurrka upp blóðvöllinn veit ég ekki. Ég hef heyrt í Guðfríði áður en hún km fram í þætti félaga Ævars. Hún er ofstækisfullur talsmaður sjónarmiða sinna. Það vekur lítið traust á henni hvað mig varðar. ég held að við þurfum ekki ofstækis og hreintrúarsinna í pólítík framtíðarinnar. Bjarni Ben er heiftúðugur einsog þú lýsir honum rétt en ég held að hanns tími sé liðinn. Ef sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda verður ófriður í samfélaginu og það held ég að sjálfstæðismenn viti.
Gísli Ingvarsson, 11.8.2009 kl. 11:37
Það verður aldrei sátt í samfélaginu með Sjálfstæðisflokkinn við taumana. Til þess eru of stór og ógróin sár, óuppgerðar sakir og órannsökuð mál á borð við mútugreiðslurnar til Sjálfstæðisflokksins, og spillingin óhreinsuð í burtu.
Þeir eiga kannski von aftur þegar hlutirnir hafa veirð gerðir upp hvort sem það er efti 20 eða 30 ár og FL-okkurinn sýnt raunverulega iðrun sem er kannski eftir svona 50 ár.
AK-72, 11.8.2009 kl. 11:56
Alveg er nú makalust hvernig Samspyllingarliðið rembist við að hvítþvo sig. Það er einsog þið kannist ekki við það að Samfylkingin fékk ekki minni styrki frá bönkunum og Baugs-tengdum fyrirtækjum. Fyrir utan þau lán til flokksins sem ku hafa verið afskrifuð af flokksgæðingum Samfylkingar áður en þeir hrökkluðust úr starfi úr gjaldþrota lánastofnunum til að redda Ingibjörgu og Össuri fyrir horn! Þegar síðan er lesið í gegnum Borgarnesræður fyrrverandi formanns þá er nú ekki erfitt að sjá samhengið. Svo gleymist einnig að það voru tveir flokkar í ríkistjórn fyrir ári síðan. Annar situr enn, eftir að hafa sprengt stjórnarsamstarfið við Sjalfstæðisflokk! Sá flokkur átti bankamálaráðherrann sem lét kalla sig á teppið um miðja nótt hjá forstjóra eins af útrásarfyrirtækjunum! Því miður fyrir ykkur, þá eru ekki allir þegnar þessa lands með gullfiskaminni þó svo forysta Samfylkingar treysti á það ansi oft. Varðandi tillögur frá Sjálfstæðisflokknum þá voru þær kynntar á Alþingi fyrr á þessu sumri og eru aðgengilegar öllum inná heimasíðu flokksins.
Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 15:05
Um hvað snúast stjórnmál fyrst og síðast? Að ná völdum - og helst halda þeim. Ekki flóknara en það. Því finnast mér hugleiðingarnar hér um formann sjálfstæðisflokksins nokkuð undarlegar. Að tala um hefndarhug er óviðeigandi. Þá hljóta allir stjórnmálaforingjar í stjórnarandstöðu - hægri eða vinstri - að vera haldnir hefndarhug meðan þeir sitja ekki við kjötkatlana!
Það er svo annað mál hvernig mönnum helst á völdum. Mönnum er misjafnlega krosslagðar hendur í þeim efnum.
Ágúst Ásgeirsson, 11.8.2009 kl. 15:39
"Nú er eins og Bjarni ætli sér að þvælast fyrir í Icesave-málinu og freista þess að sprengja stjórnina"
Arnþór, það er 65% þjóðarinnar á móti því að Alþingi samþykki ríkisábyrgðina v. Icesave. Ég veit ekki hvort svo stór hluti þjóðarinnar var á móti fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma, skv. skoðanakönnunum, en vissulega hlýtur þessi mikla andstaða við fyrirliggjandi frumvarp að sýna að stór "gjá er milli þings og þjóðar"
Og að kalla þetta að þvælast fyrir er einfaldlega útúrsnúningur hjá þér - þú veizt betur.
Gaman verður að sjá hvernig forseti vor tekur á málinu - mun hann skrifa undir eða ákveða að vísa málinu til þjóðarinnar ??
Sigurður Sigurðsson, 11.8.2009 kl. 15:44
Ek em nú svo gamall sem á grönum má sjá, en man þó ekki eftir stjórnarandstöðu á þingi sem hefur beitt sér skarpar fyrir öðru málefni en fella sitjandi ríkisstjórn hverju sinni. Og hver var líka yfirlýsing Steingríms Jóhanns Sigfússonar í frægu kastljósi RÚV á dögunum -- að merkilegasta markmið sitjandi ríkisstjórnar væri að koma í veg fyrir að sjálfstæðismenn kæmust aftur í stjórn fyrsta kastið.
Ætli geti verið að fleiri en ég finni til þyngsla fyrir bringspölunum þegar þessi efni eru rædd?
Sigurður Hreiðar, 11.8.2009 kl. 19:10
Vegna athugasemda skal þess getið að höfundur bloggsins er ekki í neinum flokki sem stendur, en hefur skipað sér í raðir andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu.
Ef farið er inn á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, http://www.xd.is er birt þar grein Bjarna Benediktssonar sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Þar kemur vissulega fram ýmislegt sem Bjarni telur stjórnina ekki hafa aðhafst. En beinar tillögur hef ég hvergi séð frá Sjálfstæðisflokknum um gang mála.
Nú er rétt að hver maður njóti sannmælis og eigi það sem honum ber. Það hefði því verið áhugavert í hinni miklu umræðu sem fram fer um Icesave-samningana að sjá beinar tillögur Sjálfstæðismanna um Icesave-samningana.
Í raun hjakka flestir stjórnmálamenn í sama farinu. Jóhanna Sigurðardóttr sagði í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld að stjórnin þyrfti ekki á stjórnarandstöðunni að halda í þessu máli. Í næstu setningu taldi hún æskilegt að sem breiðust samstaða næðist um Icesave-samningana.
"Aðgát skal höfð í nærveru sálar," sagði Einar Benediktsson og það á ekki síst við á vorum tímum þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru í stjórnarandstöðu.
Arnþór Helgason, 11.8.2009 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.