Aðgangur allra verði tryggður

Í kvöld var greint frá því í fréttum Ríkissjónvarpsins að Verkmenntaskólinn á Akureyri sparaði allt að 5 milljónum króna á ári með því að nota opinn hugbúnað á tölvur. Var þar sérstaklega nefndur Linux hugbúnaðurinn.

Þrátt fyrir allt hefur Microsoft fyrirtækið unnið ötullega að því að gera hugbúnað sinn aðgengilegan nær öllum sem geta notað tölvur og fjöldi fyrirtækja vinnur við hugbúnaðarlausnir sem henta ýmsum hópum notenda.

Vitað er að ýmislegt hefur verið gert til þess að aðlaga opinn hugbúnað fólki eins og því sem er blint eða hreyfihamlað. Hér á landi vantar hins vegar alla viðleitni í þá átt og framleiðendur hjálpartækja hafa fæstir treyst sér til þess að vinna með opinn hugbúnað.

Ætli ríkisstjórnin að nýta opinn hugbúnað í ríkara mæli en áður verður að móta stefnu sem kemur í veg fyrir einangrun fatlaðra á þessu sviði. Ríkisstjórn Íslands ætti að hafa forgöngu um þessi mál á vettvangi Norðurlandaráðs. Skyldi eitthvað heyrast í samtökum fatlaðra um þessi mál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Bjarki Christensen

Nú er töluvert af svokölluðum 'accessibility' hugbúnaði fyrir linux, eins og þú skrifar, meðal annars 'audio desktop' hugbúnaður fyrir sjónskerta og ýmiss konar hugbúnaður fyrir hreyfihamlaða. Eins skilst mér að það sé ákaflega einfalt að gera linux rekla fyrir jaðartæki.

Almennt myndi maður halda að þar sem allur þessi hugbúnaður er opinn og frjáls ætti að vera mun auðveldara fyrir þá sem sjá um að gera íslenskan hjálparbúnað að byggja á opnum kerfum en á lokuðum kerfum Microsoft. 

Veist þú af hverju framleiðendur hjálpartækja  veigra sér við að gera þetta? Er það vegna þess hversu fáir nota linux, og markaðurinn því lítill, eða eru aðrar ástæður eða hömlur?

Halldór Bjarki Christensen, 12.8.2009 kl. 08:23

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er nú ekki þannig að þetta sé allt af eða á. Vel má spara stórfé og láta hinn stóra meirihluta nota Linux og opinn hugbúnað en halda eftir Windows þjón ef einhver afmörkuð verk og ákveðnir notendur þurfa á honum að halda.

Héðinn Björnsson, 12.8.2009 kl. 09:37

3 identicon

Jah, ég hugsa að vanþekking sé alltaf stærsti akkilesarhællinn í málum eins og þessum. Fólki hættir til að gleyma að Mac er útgáfa af FreeBSD (sem er Unix/Linux) og þar eru margir sem leggja hönd á plóginn fyrir Apple (sem þénar ágætlega á þessu án greiðslu til höfunda).

Ubuntu ætlar sér að verða næsta "tískufyrirbrigði Mac" og er ekkert nema gott um það að segja, því gæði Mac hafa verið fyrir neðan allar hellur í alltof mörg ár.

Ég er ekki forritiari þó ég lesi forrit til að ná í upplýsingar varðandi vinnu mína. Ef fólk nennir að leita á vefnum, þá er þar að finna öll möguleg forrit tilbúin til að "compila" á Linux. Forrit skrifuð í C++ ganga bæði á Linux og Windows, bara að nota réttan compiler. 

Fyrir venjulega skrifstofuvinnu þá þarf ekkert meira en Linux og Sun Open Office. Allt frítt nema vélbúnaðurinn.

Það ætti í raun að skylda hið opinbera að nota Linux. 

nicejerk (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband