Góðir gestir frá Shanghai

Í gær var mér boðið að hitta nefnd frá samtökum hreyfihamlaðra í shanghai. Með í förinni var forseti samtaka hreyfihamlaðra í Kína. Nefndin er hér í boði stoðtækjaframleiðandans Össurar, en nefndarmenn´tjáðu mér að þeim þætti fyrirtækið skara fram úr í stoðtækjasmíði og að mikill markaður væri fyrir framleiðslu Íslendinga í Kína. Sögðu þeir Össur vel þekkt fyrirtæki á meðal fatlaðs fólks þar eystra og Ísland væri iðulega á vörum fatlaðs fólks vegna velferðarkerfisins hér.

Nokkuð hefur skort á um skólagöngu fatlaðs fólks í landinu. Nú er hins vegar stefnt að því að allt fatlað fólk eigi kost á skólavist eigi síðar en árið 2015.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband