Steingrímur er enginn trúður

Það fór einkar vel á því að þessi ræða væri flutt á Hólahátíð. Jesús Kristur skirrðist aldrei við að taka afstöðu og því er eðlilegt að á kirkjulegri hátíð segi fjármálaráðherra skoðun sína undanbragðalaust. Afsökunarbeiðni nægir ekki. Gerðir verða að fylgja orðum.

Það reynir á þolrifin að vera í stjórnarandstöðu og það hefur eyðilagt margan stjórnmálamanninn. Ég hélt um skeið að Steingrímur hefði orðið eyðingaröflunum að bráð og breyst í trúð. Ég skipti fyrir nokkru um skoðun og virði nú orð hans.


mbl.is Bíður eftir afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Byltingarforinginn

Ég bíð eftir afsökunarbeiðni frá hentistefnuforingjanum Steingrími fyrir að ráða vin sinn, aflóga pólitíkusinn og rauðvínsleginn sendiherra, sem formann Icesave samninganefndarinnar. Held samt að hann þori ekki að ropa henni upp, því þá koma með öll stefnumálin sem hann hefur kyngt að kröfu Samfylkingar!

Byltingarforinginn, 16.8.2009 kl. 17:59

2 identicon

Sæll.

Virðir þú hann þá fyrir að taka 180° beygju á mjög skömmum tíma í afar mikilvægum málum (Icesave sem hann var á móti fyrir hálfu ári og EB)? Virðir þú hann fyrir að stinga upp á netlöggu 2007? Virðir þú hann fyrir að reyna að kúga eigin þingmenn til að fylgja ekki sannfæringu sinni? Virðir þú hann fyrir vinavæðinguna? Virðir þú hann fyrir að láta andstæðinga stóriðju setja sama skýrslu sem er ekki pappírsins virði sem hún er skrifuð á og menn hafa séð sig knúna til að leiðrétta delluna sem í þessari skýrslu má finna en hún er einmitt unnin af vinum Steingríms. Virðir þú hann fyrir að ráða Svavar í Icesave nefndina? Virðir þú hann fyrir þær gloríur sem hann á eftir að gera en þær verða sífellt fleiri eftir því sem hann situr lengur.

Jon (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband