Hugar hemill og lýða lemill

Ef ekki verður gripið í taumana gæti harmleikur verið í uppsiglingu.

Í síðustu viku virðist sem einn þingmaður Samfylkingarinnar hafi farið fullur í ræðustól og farið mikinn um Icesave-samningana. Verður það að teljast ábyrgðarhluti þegar um jafnalvarlegt mál er að ræða. Að vísu er alkunna að ýmsir þingmenn á síðustu öld voru iðulega við skál í ræðustóli á Alþingi og er það vart til fyrirmyndar.

Fyrir nokkrum árum varð þingmaður nokkur uppvís um fjárdrátt og þverneitaði sök þegar fjölmiðlar gengu á hann. Síðar kom hið sanna í ljós. Nú virðist hið sama uppi. Það fer vart hjá því að menn komist að annarri niðurstöðu en þeirri að þingmaðurinn, sem hélt ræðuna á fimmtudaginn og félagar hans stríddu, hafi verið ölvaður. Hafi hann ekki verið ölvaður hefur hann verið veikur. Eða hvað varð honum tungutefill og hugarhefill?

Hvenær skyldu þingmenn læra að biðjast afsökunar og segja satt?

Satt og logið sitt er hvað,

sönnu er best að trúa.

Hvernig á að þekkja það

þegar flestir ljúga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er athyglisvert hvernig Samfylkingin sýnir betur og betur sitt rétta andlit.

Forseti Alþingis, Samfylkingarþingmaður sem náði að vinna frækinn "varnarsigur" (að eigin sögn) í síðustu kosningum með því að standa af sér kröfur um endurnýjun í þingflokknum, hefur af minnsta tilefni ávítt þingmenn fyrir sárasaklaust orðbragð eða truflað málflutning þeirra með síendurteknum og óþörfum bjölluhringingum.

En þessi sami Forseti Alþingis lætur það algerlega óáreitt þegar samflokksmaður hennar mætir ölvaður í ræðustól og verður sjálfum sér og Alþingi til stórkostlegrar minnkunar.

Mér finnst embætti Forseta Alþingis hafa sett stórlega niður þegar það er notað sem gæsluvöllur fyrir afdankaða stjórnmálamenn, sem hafa ekkert lengur til málana að leggja en nota þess í stað embættið til að hygla sínum flokksnautum. Mest finnst mér niðurlæging embættisins hafa orðið í tíð núverandi Forseta þingsins.

Svei attan, Ásta Ragnheiður. Svei attan, Samfylking.

Hilmar Ólafsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 18:58

2 Smámynd: Dante

Ætli þingmenn Samfylkingarinnar verði alsgáðir þegar kemur að atkvæðagreiðslu um þennan landráðasamning sem þessi IceS(l)ave "samningur" er?

Dante, 26.8.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband