Mogginn hefur vinninginn

Mér telst svo til að ég hafi verið með einum eða öðrum hætti áskrifandi Morgunblaðsins síðan netútgáfan hófst. Eftir árið 2000 voru gerðar ráðstafanir til þess að lestur blaðsins yrði auðveldari þeim sem nýta sér skjálesara og er sú útgáfa nefnd "Auðlesin".

Eins og komið hefur fram er ég einnig áskrifandi DV og Fréttablaðið glugga ég stundum í. Við lestur þessara blaða þarf ég að notast við pdf-sniðið sem er flestum tiltölulega auðvelt. Gallinn er sá að þar er ekki hægt að fara milli greina og greinaflokka eins og hjá Morgunblaðinu.

Aðgengi að mbl.is er á við það besta sem gengur og gerist að erlendum blöðum. Að vísu mætti ýmislegt bæta í þeim efnum og hefur ábendingum iðulega verið tekið vel.

Ef bornar eru saman netútgáfur blaðanna hefur Morgublaðið vinninginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband