Fretir

Að undanförnu hefur sá merki fræðimaður, Jón Björnsson, sálfræðingur, hjólreiðagarpur og fyrrum félagsmálastjóri, flutt stórmerkilega pistla um furður vindanna. Í morgun var seinni pistill hans um freti.

Hljóðlistamaðurinn Michael Oster birtir á heimasíðu sinni ýmislegt um hljóðritun margvíslegra náttúrufyrirbæra. Þar á meðal er fróðleg samantekt um hljóðritun freta. Michael telur afar vandasamt að hljóðrita þá og þurfi til þess langan tíma svo að árangurinn verði viðunandi.

Í framhaldi af pistlum Jóns væri freistandi að taka saman örlitla hljóðmynd um freti. Ekki er ólíklegt að tveggja til þriggja mínútna fret-hljóðmynd krefðist talsverðrar fyrirhafnar. Það er næstum vísindalega sannað að meginfretir eru iðkaðir á morgnana þegar karlmenn fara og athafna sig á salerninu. Þess vegna þyrfti sá, sem tekur að sér þessa hljóðmyndargerð, að fara víða og fá heimild til þess að dvelja næturlangt hjá nokkrum fjölskyldum.

Síðan má velta því fyrir sér hvort það samræmdist velsæmismörkum ríkisútvarpsins að útvarpa slíkri hljóðmynd. En verkefnið er verðugt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband