"Fjöldi elli- og örorkulífeyrisþega sem voru skráðir erlendis með lífeyrisréttindi hefur ekki fækkað þrátt fyrir efnahagskreppu. Mun óhagstæðara er í dag að fá lífeyrisbætur sendar frá Íslandi vegna breytinga á gengi krónunnar."
Tvennt er að athuga við þessa frétt. Fjölda fækkar ekki og upphafsorðið hefði átt að vera í þágufalli.
Það verður nú æ algengara að heyra í útvarpi og lesa í Morgunblaðinu setningar eins og þá sem hér var vitnað til. Um daginn hófst frétt á þessum orðum: "Þeir sem vilja styrkja Rauða krossinn skal bent á" o.s.frv.
Nú þegar segja þarf upp fólki á fjölmiðlum ætti að gefast kjörið tækifæri til að ráða fólk með sæmilega málvitund og þekkingu á íslenskri tungu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | 8.10.2009 | 13:21 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319687
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér Arnþór, þetta er orðið verulega slæmt og beinlínis óþolandi. Var að kvarta yfir málfari á vísi.is...þeir eru t.d. alltaf að leita AF einhverju og eins var þar þessi gullna setning, en verið var að fjalla um morðmál..."Krufningurinn verður framkvæmdur á morgun".
Kveðja,
Snjáfríður Árnadóttir
Snjáfríður Árnadóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 17:33
Er ekki betra að segja einfaldlega að lífeyrisþegum hafi fækkað?
Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2009 kl. 20:42
Orðin fjöldi og aukning skapa hverja málleysuna annarri verri hjá íslenskum fjölmiðlamönnum.
"Veruleg aukning hefur orðið á fjölda fólks" er sagt í stað þess að segja: "Fólki fjölgar" í tveimur orðum í stað fimm.
Vestfjarðasþingmaður sagði: "Það er að verða neikvæð fólksfjöldaþróun á Vestfjörðum" í stað þess að segja: "Fólk fækkar á Vestfjörðum" í helmingi styttri setningu á mannamáli.
Ómar Ragnarsson, 8.10.2009 kl. 21:22
Maður finnur óþef þegar maður les texta eins og þú vitnar í.
Eftirlætistextinn minn, sem var í dagblaði fyrir nokkrum ári: Það verður að fækka eyrnabólgubörnum.
Eygló, 9.10.2009 kl. 03:43
Of mikið er líka um ranga notkun orðtaka sem eiga uppruna sinn í fornum verkháttum þjóðarinnar. Þeir sem ekki átta sig á uppruna þeirra, ættu að spara notkun þeirra. T.d. hellast menn eða hestar ekki úr lestinni eins og stundum heyrist. Þeir heltast úr lestinni.
Guðmundur Stefánsson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.