Hefndarþorsti leiðarahöfundar

Það tekur á að lesa suma leiðara Morgunblaðsins. Þeir einkennast af reiði, biturð, hálfkveðnum vísum, dylgjum og uppnefnum.

Fjallað er m.a. um leyniskjöl sem ekki hafa verið birt en leiðarahöfundur virðist vita af og jafnvel hafa séð. Hvers vegna birtir blaðið þau ekki? Þá heldur leiðarahöfundur hlífiskildi yfir Framsóknarflokknum um þessar mundir þrátt fyrir aumkunnarverðar tilraunir formannsins til þess að skapa sér sérstöðu í stjórnmálum. Virðist sú skjaldborg leiðarahöfundarins mótast einkum af andúð á forsætisráðherranum.

rætt er um sérpöntuð álit frá Seðlabankanum og seðlabankastjóra Jóhönnu. Hverjum skyldu fyrri seðlabankastjórar hafa þjónað?

Sérálit, sem stjórnvöld panta, hafa verið á milli tannanna á fólki hér á landi undanfarna áratugi. Einatt var haft á orði að ríkisstjórnir þær, sem sátu á árunum 1991-2007 hefðu pantað sérálit sem styddu stefnu stjórnvalda hverju sinni. Sögur gengu jafnvel um að álit stofnana, sem var þáverandi forsætisráðherra ekki þóknanlegt, hefði orðið til þess að stofnunin var lögð niður og þannig slakað á eftirliti með hagstjórninni.

Þótt leiðarahöfundar Morgunblaðsins hafi einatt sitthvað til síns máls hlýtur það að verða hættulegt orðstír blaðsins þegar þeir leiðast út í greinaskrif sem mótast af biturð í garð þeirra sem bundu enda á valdatíð þeirra. Fjöldi fólks er farinn að hafa á orði að leiðaraskrifin einkennist nú af geðvonsku eins og stjórnarhættir virtusg einatt gera á umræddu tímabili.

Menn skyldu aldrei ráða sig til starfa til þess að leita hefnda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband