Réttsýni biskups

Staða íslensku þjóðkirkjunnar er slík að prestum hennar er ætlað að axla meiri byrðar en almenningur getur yfirleitt risið undir. Þegar deilur verða um störf presta og líkur benda til að návist þeirra veki andúð mikils hluta safnaðarins er vandfundin lausn sem öllum líkar. Þá er óeðlilegt að prestur, sem á að vera mannasættir, gangi fram gegn yfirboðara sínum. Hegðun hans er þá ekki í samræmi við þau boðorð sem hann innrætir fermingarbörnum sínum.

Samkvæmt dómi Hæstaréttar er Gunnar Björnsson ekki sekur um þann glæp sem hann var sakaður um. Þess vegna gat biskup Íslands boðið honum annað og ekki síðra starf. Með því að hafna þessu boði liggur við að hann hafi fyrirgert rétti sínum til þjónustu innan kirkjunnar. Séra Gunnari, sem ég þekki af góðu einu, væri sæmra að lægja öldurnar í stað þess að ýfa sjóinn.


mbl.is Vilja Óskar Hafstein áfram sem prest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Þetta er yfirvegað og kurteislega orðað hjá og ég sammála hverju orði.  Mér finnst sérann grafa sig niður með viðbrögðum sínum.

Eygló, 18.10.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband