Kolbrún gefur á kjaftinn

Morgunblaðið birtir í dag grein Kolbrúnar Bergþórsdóttur um íslenska stjórnmálamenn. Ræðir hún um óheilindi og sandkassaleik þeirra og nefnir þar einkum Framsóknar- og Sjálfstæðismenn auk þeirra sem áður tilheyrðu Borgarahreyfingunni. Telur hún Steingrím Sigfússon og Jóhönnu Sigurðardóttur á meðal þeirra sem vinna af heilindum.

Ögmundur Jónasson og félagar hans í stjórnarandstöðunni í Vinstri grænum fá vel útilátið kjaftshögg:

"Og þá er eftir að telja upp þann stjórnarandstöðuflokk sem er enn verri en þeir áðurnefndu og það er andófshreyfingin í Vinstri- grænum sem kennir sig óspart við samvisku sína. Þetta afl innan Vinstri-grænna er beinlínis að vinna gegn lausn brýnna mála og þar með gegn þjóðarhag.

Á tímum þegar þjóðin gerir kröfu til þess að stjórnmálamenn vinni saman, komist að samkomulagi og leysi úr stærstu vandamálunum sem við blasa kjósa stjórnmálamenn að halda áfram sandkassaleikjum og vera á móti lausnum bara vegna þess að þær komu ekki frá mönnum í „réttu“ liði. Menn geta komist upp með þannig leiki í góðæri og þá verður skaðinn ekki mikill. En á erfiðleikatímum verða slíkir sandkassaleikir hættulegir fyrir land og þjóð því þeir tefja afgreiðslu mikilvægra mála og koma þeim í enn verri farveg en fyrr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já það er sárt að stjórnin skuli ekki hafa alræðisvald.  Skoðaðu nú þessi skrif þín og þvaðrið í Kollu. Þetta getur ekki verið afstæðara. Ríkistjórnin hunsaði rétt okkar til þjóðaratkvæða í umsókn um EU á þeim forsendum að hún væri ekki skyldug til að lúta niðurstöðunni. Nú hefur hún samþykkt það versta sys, sem hent hefur Íslenska þjóð, ICESAVE, án þess að spyrja kóng né prest, hunsa þingið og kjósa að brjóta á réttlætinu til að koma pípudraumi sínum um EU inngöngu í gegn í óþökk allara.

Vill Kolla meiri völd? Meiri rétt til yfirgangs? Mig undrar ekki að Stalínisti eins og þú sért óánægður.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Sumir rithöfundar á blogginu eitra athugasemdir sínar með fúkyrðum. Höfundur síðustu athugasemdar er einn þeirra og er sá fyrsti sem kallar mig stalínista. Eitt sinn verður allt fyrst.

Þegar skoðaðar eru upplýsingar um hann á netinu kemur í ljós að hann er kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Skáldgáfa hans kemur enda vel í ljós í athugasemd hans.

Ég býð honum hér með að gera kvikmynd um ævi mína sem hefur verið afar sérstök og heldur vonandi áfram að vera það. Andstæðar skoðanir okkar hljóta að gera kvikmyndahandritið einkar athyglisvert og ég heiti honum því að verða honum innan handar um hljóðgæði myndarinar.

Arnþór Helgason, 18.10.2009 kl. 15:16

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Arnþór sennilega er Samfylkingin eitt það versta slys sem orðið hefur á Íslandi og á góðri leið að verða meira slys hrunið sjálft.

Einar Þór Strand, 18.10.2009 kl. 16:16

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég biðst forláts á að særa stolt þitt, en ég gat bara ekki orða bundist þegar ég sé þig mæra þessa hlandfrussu hana Kollu. Einhver hin vitlausasta kvensnift, sem kennt hefur sig við stjórnmál. Mér fannst leiða af einu að þú værir jafn totalitarian og hún, þegar ég las mæringarnar.

Ég efa ekki að þú átt merka ævi, sem vafalaust er efni í kvikmynd, en ég er ekki viss um að ég sé rétti maðurinn til að gera því skil.

Ég ber djúpa virðingu fyrir störfum þínum í þágu öryrkja og held mikið upp á tónlist ykkar bræðra og fylgist gjarnan með, þegar þú hefur fjallað um tónlist.

Ég hef hinsvegar afar lágan bullshitþröskuld, sem máske kemur mér í vandræði á stundum.  Þar geri ég nefnilega engan mannamun.

Með vinsemd og virðingu. 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband