Starfsumsókn

Undanfarnar vikur hef ég sótt um tvö störf. Við fyrri umsókninni fékk ég ekkert svar, en seinni umsókninni var svarað. Um er að ræða svo kallað árangurstengt sölumannsstarf.

Greidd verður lágmarksgrygging á hverja unna klukkustund auk sölulauna. Miðað við að sæmilega gangi ættu tekjur mínar að aukast örlítið frá því sem nemur atvinnuleysisbótum.

Nokkrar líkur benda til að ég fái starfið. Viðræður mínar og sölustjórans gengu prýðilega og geri ég ráð fyrir að verða prófaður um eða eftir helgi. Þetta er eins og að hefja störf á vinnumarkaði að nýju sem alger byrjandi. Það er í samræmi við draum sem mig dreymdi fyrir fjórum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband