Síðustu augnablik Karítasar Jónsdóttur

Við hjónin lásum bækur Kristínar Maríu Baldursdóttur, Karítas án titils og Óreiða á striga. Þótt Karítas Jónsdóttir sé skáldsagnapersóna varð hún svo ljóslifandi í hugskoti mínu að ég saknaði hennar þegar hún hvarf í fjörunni vestur í Skálavík.

Næsta hljóðmynd sem ég útvarpa í þættinum Vítt og breitt um kl. 07:15 á fimmtudagsmorgun verður hugleiðing um síðustu augnablik Karítasar. Reynt er að líkja eftir síðustu skynjun hennar á þessari jörð þar til vitundin hvarf og þögnin umlukti hana.

Þeim sem hyggjast hlusta er eindregið ráðlagt að setja upp heyrnartól og njóta þannig hljóðverksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband