Ögmundur er góður liðsmaður

Nú lætur Ögmundur Jónasson af formennsku í BSRB eftir langan og fremur farsælan feril.

Við Ögmundur áttum afar góð samskipti á meðan við gegndum báðir forystu fjölmennra hagsmunasamtaka. Reyndust hann og Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands Íslands, Öryrkjabandalaginu jafnan haukar í horni í þeirri kjarabaráttu sem hófst í lok 9. áratugarins. Þá var talsvert samráð á milli samtakanna og stjórnvalda en eftir að Viðeyjarstjórnin tók við árið 1991 dró stórlega úr því. Ég leitaði eitt sinn ráða hjá þeim Ögmundi og Benedikt um það hvernig Öryrkjabandalagið gæti brotist út úr þeirri einangrun sen þáverandi forsætisráðherra lagði á bandalagið. Kváðust þeir ráðalausir enfa væru lítil samskipti við forsætisráðuneytið og yrðu sjálfsagt lítil þar til ríkisstjórnin yrði neydd að samningaborðinu vegna næstu kjarasamninga.

Að þessu leyti var reginmunur milli þeirra Steingríms Hermannssonar og Davíðs Oddssonar. Sá fyrrnefndi kostaði kapps um að eiga samræður og samráð við samtök almennings í landinu en hinn síðarnefndi valdi úr þau samtök sem honum voru þóknanleg og ákvað hvaða forystumenn væru þess virði að á þá væri hlustað.

Ég leyfi mér að þakka Ögmundi gott samstarf á þessum vettvangi og óska honum og fjölskyldu hans heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband