Leigubílstjórar finna fyrir hindrunum ásamt öðrum ökumönnum og forráðamenn Strætó hafa haldið því fram að hindranirnar eyðileggi hreinlega vagnana. Sumar hindranirnar eru þannig að hjólreiðafólk meiðir sig í höndum þegar hjólað er yfir þær.
Í morgun var þeirri spurningu varpað fram hvers vegna GPS-tæknin væri ekki nýtt til þess að stjórna hámarkshraða bifreiða. Öryrkjabandalag Íslands lagði til árið 1987 í bréfi til íslenskra tryggingafélaga að þróaður yrði búnaður til þess að fjarstýra hámarkshraða bifreiða. Taldi bandalagið að það væri áhrifamikil vörn gegn alvarlegum bifreiðaslysum. Tryggingafélögin hikuðu við að taka afstöðu.
Ég átti um nokkurt skeið sæti í umferðarráði og þar bar ég upp tillögu um hraðastýringu bifreiða. Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri ráðsins, studdi tillöguna en bifreiðasérfræðingar töldu henni allt til foráttu. Sögðu þeir slíkar fjarstýringar fara illa með vélarnar og færðu fyrir því mörg rök. Þeir gleymdu því flestir að í nýjum bifreiðum er tölvustýrður búnaður sem hægt er að nýta til þess að takmarka hraða þeirra.
Hraðahindranirnar og sú samgöngustefna sem Reykjavíkurborg virðist aðhyllast, auka bæði mengun og bensíneyhðslu í borginni. Strætisvagnakerfið er handónýtt eins og margoft hefur verið bent á og stöðugt færri nýta sér það.
Fyrr eða síðar verður að ráðast að rótum þess vanda sem samgöngur í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru. Í raun ætti að setja svæðið undir eina skipulagsheild þannig að úrbætur í skipulags- og samgöngumálum yrðu sameiginleg ákvörðun allra íbúa svæðisins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Samgöngur | 22.10.2009 | 12:07 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 16:21
Hjartanlega sammála þér. En til að færi e-ð að ganga í skipulagsmálum, þyrfti að sameina þessi sjö sveitafélög á höfuðborgarsvæðinu, í eitt, eða hámark tvö. Algjört klúður auk þess að vera dýrt að hafa sjö bæjarfélög með tilheyrandi hrepparíg og sundurleysi í skipulagsmálum fyrir heildina.
Þá fyrst, eftir sameiningu, gæti komið til þess að almenningssamgöngur færðust á siðmenntað stig, líkt og í flestum Evrópulöndum þar sem ég þekki e-ð til.
Vonandi fer Kristján Möller í það að sameina sveitafélögin sem fyrst.
Sigfús Austfjörð (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 16:47
Sæll Gísli og þakka þér umræðu um hraðahindranir -
Þær eru margar hroðalegar - nýju hraðahindranirnar sem eru gerða fyrir strætisvagna og önnur álíka farartæki eru sumar hverjar þannig staðsettar að stór hætta stafar að. Sá starfsmaður hjá Framkvæmdasviði sem mun hafa yfirráð í þessu máli ( minnir að hann heiti Stefán ) lemur hausnum við steininn og sinnir engum athugasemdum eða ábendingum. Dæmi - hraðahindranirnar á Suðurgötu við gatnamót Suðurgötu og vegarins út að flugafgreiðslunni.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 23.10.2009 kl. 04:45
Þetta er góð umræða og löngu þörf. Ég er sammála Sigfúsi með það að samgöngur á höfuðborgarsvæðinu komast fyrst í mannsæmandi lag þegar að búið er að sameina sveitarfélögin á svæðinu. Það er með ólíkindum að menn hafi ekki látið á það reyna fyrr, þó svo að það sé mjög viðkæmt pólitískt mál. Ef þessi sveitarfélög hefðu verið sameinuð fyrir t.d. tíu árum síðan hefðum við mögulega líka losnað við allar þær nýbyggingar sem standa auðar eftir samkeppni sveitarfélaga um íbúa.
Þetta hraðahindranamál er orðið vandræðalega fáránlegt og t.d. bý ég í Kópavoginum og á næstu 250m í kringum húsið mitt eru, gróft talið, minnst 16 hraðahindranir, og sú sem næst er stendur við innkeyrsluna um 5m í burtu. Þetta hefur klárlega áhrif á viðhald bifreiða og einnig á heilsu þeirra sem í þeim sitja, ef fólk keyrir mikið - svo ekki sé talað um áhrif á útblástur og eyðslu við það að vera stöðugt að stíga á bremsuna og gefa inn aftur skömmu seinna.
Jón Ingi (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.