Varla dauður úr öllum æðum

Athyglisverð var skoðanakönnunin sem birtist í Viðskiptablaðinu og víðar í gær þar sem Davíð Oddssyni og þar næst Steingrími Sigfússyni var treyst best til að leiða Íslendinga út úr þeim ógöngum sem þeir hafa ratað í vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins öllum flokkum fremur. Að vísu hefur Davíð sagt að þar hafi menn ekki gætt þess siðferðis sem búast hefði mátt við; þetta væri ekki stefnunni að kenna heldur fólkinu. Þeir bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komust vart á blað.

Í DV í dag rekur Jóhann Hauksson þær valdablokkir sem nú takast á innan Sjálfstæðisflokksins og telur nær víst að til uppgjörs hljóti senn að koma milli Davíðsarmsins og tveggja fylkinga annarra. Má lesa úr skrifum Jóhanns að Bjarni Benediktsson standi jafnvel höllum fæti.

Þegar nánar er rýnt í skrif Jóhanns um Sjálfstæðisflokkinn er einnig hægt að greina að Davíðsarmurinn standi fyrir gömul íslensk gildi eins og þjóðarstolt og jafnvel þjóðrembu. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvernig gamla kempan, Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, tekst á við þær áskoranir sem óneitanlega eru bornar á borð fyrir hann um þetta leyti og má rifja upp að í síðutu stefnuræðu sinni sem forsætisráðherra orðaði hann það svo að ræðan væri sú síðasta á þessum vettvangi í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband