Indælis rigning

Ég rölti út á pósthús áðan. Úti var hellirigning. Ég dró því hettu yfir höfuð til þess að blotna ekki um of á þeim fáu hárum sem eftir eru á hvirflinum.

Þegar nær kom Eiðistorginu og ég þurfti að hlusta eftir umhverfinu tók ég af mér hettuna og blotnaði. Það stóð ekki lengi því að Eiðistorgið er yfirbyggt. Það lekur þó víða.

Ég sá mest eftir að hafa ekki haft með mér hljóðvasapelann til þess að fylla á hann með því skemmtilega hljóðumhverfi sem verður á torginu þegar rignir. Það væri ekki verra en sumt af því sem útvarpað er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband