Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum auglýsingar þar sem hin og þessi félög og fyrirtæki hafa lýst sig andstæðinga umhverfisráðherra vegna þeirrar ákvörðunar að suðvestur-línur og tengdar framkvæmdir skuli í sameiginlegt mat. Þetta leiðir hugann að því að þegar álverið í Straumsvík tók til starfa árið 1969 framleiddi það 90.000 tonn af áli. Álverið á Reiðarfirði framleiðir 360.000 tonn og gert er ráð fyrir að Helguvíkur og Bakka-álverin framleiði annað eins.
Orkuþörf álvera hefur lítið minnkað undanfarin 30 ár en fólkinu fækkað sem vinnur við þau.
Nú eru Íslendingar komnir að þeim kafla í sögu sinni að þurfa að velta fyrir sér hvernig nýta beri orkuna. Það hlýtur að teljast í meira lagi vafasamt að fórna allri auðvirkjanlegri orku á sunnanverðu landinu til þess eins að reisa eitt álver og verða síðan í þeirri stöðu að nær öll virkjanleg orka á norðurlandi fari í annað álver.
Vakin hefur verið athygli á þessari staðreynd en álsinnar reyna sem best þeir geta að kaffæra þá sem halda þessu fram án þess að koma með nokkur haldbær rök. Rökþrot álsinnanna lýsir sér í því að þeir segjast vera andstæðingar umhverfisráðherrans. Annað hafa þeir ekki.
Dr. Emil Bóasson, sem var um nokkurt skeið starfsmaður staðarvalsnefndar, hefur fundið upp nýyrðið ÁLBOÐ. Það lýsir best hugarfari þeirra sem sjá ekkert annað en ál og meira ál. Einsýni hefur jafnan leitt fólk í ógöngur, hvort sem um er að ræða trúboða eða álboða. Þessu mættu sumir ritstjórar velta fyrir sér áður en ráðist er gegn þeim sem taldir eru ógna skynsamlegri nýtingu auðlinda landsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.11.2009 | 08:27 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það réttlætanlegt að ein kynslóð bindi allar virkjanlegar auðlindir þessa lands með langtímasamningum?
Hver á að dæma hvað er "skynsamleg orkunýting?"
Árni Gunnarsson, 5.11.2009 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.