Veikburða stofnanir í þágu ofbeldismanna

Í skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er vikið að því hversu veikburða íslenskar stofnanir séu og hafi það m.a. valdið seinkun á efnahagsáætluninni og nú verða þær jafnvel enn máttlausari.

Það sverfur nú víða að í þjóðfélaginu og mörgum finnst sem enn hægi á gangverki atvinnulífsins. Sparnaðurinn í ríkisrekstrinum er nú þegar farinn að grafa undan ýmsum stoðum kerfisins. Álögur á aldraða og öryrkja eru sem aldrei fyrr og löggæslan getur ekki sinnt hlutverki sínu.

Það hlýtur að bera vott um siðferðisbrest hjá Hæstarétti að sleppa nauðgara við fangelsisvist þrátt fyrir að seinkað hafi dómsgögnum. Það hefði þurft að koma fram á hvaða grundvelli slík ákvörðun var tekin. Var hann lagalegur eða var hér um túlkunaratriði að ræða?

Hæsti réttur hefur ekki ævinlega þótt hliðhollur fórnarlömbum nauðgara en nú virðist sem keyri um þverbak.


mbl.is Álag of mikið á héraðsdómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband