Síðsumars átti ég vinsamlegt samtal við Skúla Eggert Þórðarson, sem kvartaði undan fjárskorti sem væri væntanlega vaxandi innan embættisins. Hann hét þó að taka málið föstum tökum.
enn hefur ekkert gerst. Það munu nú sennilega tvö ár síðan ég vakti athygli umsjónarmanna rsk.is á þessu ófremdarástandi og það hafa fleiri gert. Ég hef því skrifað ríkisskattstjóra eftirfarandi tölvuskeyti.
Sennilega er kominn tími til að stofna ný samtök fatlaðra, Aðgengisfélagið og sækja um aðild að Öryrkjabandalagi Íslands.
Ágæti Skúli Eggert.
Ég þakka þér ánægjulegt samtal og fróðlegt sem við áttum um aðgengi að vef embættis þíns nú síðsumars.
Málum mínum er enn þannig komið að ég hef ekki fengið starf sem launamaður. Ég sótti því um sölu áskrifta hjá viðskiptablaðinu og er þar nú sem verktaki. Að vísu finnst mér ég kasta sérþekkingu minni á glæ með því að vinna með algerum byrjendum á vinnumarkaði, en hvað gera menn ekki þegar engra annarra kosta er völ. Viðmótið á þessum vinnustað er gott og mér líður þar prýðilega innan um það unga fólk sem leggur sig allt fram við sölumennskuna.
Nú þarf ég að standa skil á staðgreiðslu opinberra gjalda og enn hefur ekkert gerst í bættu aðgengi þess hluta vefsins sem ætlaður er til þessara nota.
Ég sé mér ekki annað fært úr þessu en vekja athygli umboðsmanns Alþingis á því hvernig ríkisskattstjóri leggur í raun stein í götu þeirra sjónskertu einstaklinga sem vilja og þurfa að bjarga sér sjálfir. Ég vildi mjög gjarnan láta reyna á það, jafn vel fyrir dómstólum, hvor okkar yrði ábyrgur ef ég stæði ekki skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna þess að vefurinn er ekki aðgengilegur.
Ég vænti skjótra svara og aðgerða frá þér og embætti þínu.
Með vinsemd og virðingu,
Arnþór Helgason ***************************************************** Arnþór Helgason, Tjarnarbóli 14, 170 Seltjarnarnesi. Símar: 5611703, 8973766 Netfang: arnthor.helgason@simnet.is Pistlar: http://arnthor.helgason.blog.is
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Mannréttindi, Vefurinn | 9.11.2009 | 21:21 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319687
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er hægt og má skila þeim í pappírsformi, og senda í pósti
Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.