Þegar ríkisstjórnin leitar nú leiða til þess að afla fjár til ríkisútgjaldanna m.a. með umhverfissköttum, virðist allt fara á annan endann því að níðast eigi á stórfyrirtækjunum. Fjárfestar eru sagðir doka við og ýmislegt er sagt í uppnámi.
Ef til vill höfum við Íslendingar þjáðst af einhverri ímyndunarveiki undanfarna áratugi. Á yfirborðinu þykjumst við gera góða samninga við erlend fyrirtæki en undir niðri vita flestir að við höfum selt raforkuna ódýrt og almenningur ber skaðann. Þekkt er að ónefndur iðnaðarráðherra handsalaði væntanlegum fjárfestum ákveðið raforkuver vegna álvers sem átti að reisa en var aldrey byggt þrátt fyrir vændanlega, ódýra orku. Stjórnmálamenn sem greindu frá þessu þorðu hins vegar ekki að standa við þessa sögusögn opinberlega af ótta við það heiftaræði sem runnið gæti á ráðherrann sem var þekktur fyrir að leggja andstæðinga sína í einleti.
Það er einkennilegt að fylgjast með stjórnarandstöðunni um þessar mundir. Bjarni Benediktsson talar um brjálæðislegar tillögur í skattamálum og Tryggvi Þór Herbertsson vill úttekt Seðlabankans á áhrifum skattahækkana á heimilin í landinu. Á sama tíma vilja flestir landsmenn sem styrkast velferðarkerfi, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem eyðilagði kerfi almannatrygginga á 10. áratugnum, má ekki heyra aukna skatta nefnda en kemur ekki með nein önnur ráð. Á meðan stjórnvöld velta fyrir sér hvernig hlífa megi þeim sem minnstar tekjur notar formaður Sjálfstæðisflokksins svo sterk lýsingarorð að erfitt verður fyrir hann að beita íslenskri tungu í stjórnmálaumræðum svo að mark verði á tekið.
Með leik sínum og athöfum virðist stjórnarandstaðan og þá einkum Sjálfstæðisflokkurinn reka hvern naglann á fætur öðrum í líkkistu íslenska velferðarkerfisins. Umræðan smitar út frá sér og vantrú fjárfesta eykst á Íslendingum. Heilar sendinefndir hafa jafnvel hætt við að koma hingað til lands vegna þeirra frétta sem berast af umræðunni hér á landi.
Ábyrgð stjónvalda er mikil og ekki skal úr henni dregið. Ábyrgð stjórnarandstöðunnar ekki minni og mættu sumir flokksformenn hafa það hugfast. Vonandi sér almenningur til þess að líkkistunaglar stjórnarandstöðunnar verði dregnir úr timbrinu og notaðir í eitthvað þarfara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 12.11.2009 | 08:55 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319701
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðan 2004 er EKKERT álver eftir í Sviss þar sem rafnmagnsverð hækkaði að 40 árum samningstíma liðnum. Þeir lifa það af (Svisslendingarnir). Ef rafmagnsverð er hæfilega hátt í öllum löndum geta álframleiðendur ekki nýtt sér minmuninn á verðlagi til að beita þrysting.
Jens Ruminy, 12.11.2009 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.