Jákvæð viðbrögð ríkisskattstjóra - aðgengilegt vefsvæði

Fyrir skömmu birti ég bréf til Skúla Eggerts Þórðarsonar, ríkisskattstjóra, þar sem ég amaðist við því að ekki væri hægt að nota skjálesara til þess að standa skil á staðgreiðslu skatta.

Hinn 10. þessa mánaðar fékk ég bréf frá Einari Val Kristinssyni, starfsmanni embættisins, þar sem greint var frá því að tilteknar breytingar hefðu verið gerðar á vefsvæðinu og væru þær ekki endanlegar.

Í kvöld gengum við hjónin úr skugga um að vefsvæðið sé aðgengilegt og reynist nú engum vandkvæmum bundið að standa skil á opinberum gjöldum. Er sem fargi af mér létt og mér ekki boðlegt framar að vanrækja að greiða opinber gjöld mín.

Ég hef þegar svarað bréfi Einars Vals og beðist afsökunar á að ef til vill hafi ég farið fram úr sjálfum mér, en af einhverjum ástæðum áttaði ég mig ekki á þeim breytingum sem gerðar höfðu verið.

Ríkisskattstjóra ber lof fyrir allskjót viðbrögð í þesu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband