Lítið bloggað

Lítið hefur verið um blogg að undanförnu. Kemur það ekki til af góðu.

Ég hef undanfarin fjögur og hálft ár notað ágæta HP-ferðatölvu, en heilsa hennar hefur farið versnandi upp á síðkastið. Loksins gafst hún upp um helgina. Þetta kom sér afar illa. Ég hafði miklar skoðanir á ýmsu sem var í fréttum og þar að auki átti ég eftir að gera hljóðmynd fyrir Ríkisútvarpið. En eins og séra Jakob Jónsson sagði einu sinni, þá ákvað skaparinn að gera honum erfitt um vik með að skrifa því að nóg hafði komið af bulli úr penna hans. Guð hefur sjálfsagt haft þá skoðun að nú væri betra að ég þegði og slakaði ögn á. En þetta var alldýr ráðstöfun hjá Guði.

Í gær var fjárfest í nýrri tölvu af illri nauðsyn. Ég lét færa hana niður í Windows XP þar sem hún var seld með Vista og Windows XP er enn fokdýrt og ég var hræddur um að þurfa að fjárfesta í nýjum hljóðritunarforritum.

Það er í raun grábölvað að tölvur endist ekki lengur e þetta, tæp 5 ár. Vonandi verður eitthvað hægt að gera garminum til góða og þá verður hægt að nota hana sem varaskeifu.

Vinnan gengur allvel og nú er embætti skattstjórans greinilega ikomið á skrið í aðgengismálum Meira um það síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Ég er ekki hissa á þessu því HP er með verstu endinguna á markaðinum í dag.  Asus og Leonovo koma best út núna.

HP var gæðafyrirtæki á árum áður en það breyttist í valdatíð Cörlu Fiorino sem var forstjóri þar 1999-2005.

Kári Harðarson, 2.12.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband