Spánarsnigillinn og Arionbanki

Kaupþing-banki breytti um nafn um daginn. Sjálfsagt vildu forráðamenn bankans gleyma því þegar þeir níddust á Kaupfélagi Borgfirðinga og hálfstálu frá því nafni og jafnvel merki. En nóg um það. Það hefur fennt yfir þau spor í langtímaminni flestra Íslendinga.

Ekki tók betra við. Um daginn var bankinn endurskírður og kallaður Arion-banki eftir persónu úr grískri goðafræði. Fleiri fyrirbæri bera þetta nafn, þar á meðal grískt netútvarp.

En sagan er ekki öll. Nú hefur komið í ljós af Spánarsnigillinn er af ætt Arion-snigla. Sumir töldu þetta bankanum til gildis og bentu á að nýi Arion-bankinn hygðist feta sig áfram af gætni sem samræmist hraða snigilsins, en hann fer með 5-9 metra hraða á klukkustund. Aðrir hafa þó bent á að Spánarsnigillinn skilji eftir sig auðn þar sem hann fer um.

Fjárfestir nokkur hafði á orði við höfund þessara pistla að erlendir fjárfestar hlytu að forðast bankann eins og heitan eld þegar þeir átta sig á eðli hans, verði kenningin um eðli bankans og Spánarsnigilsins ofan á. Varað hefur verið við Spánarsniglinum hér á landi enda er hann talinn hinn mesti vágestur í íslenskri náttúru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Snjallar pælingar Arnþór. Það var líka það fyrsta sem ég gerði, að kíkja á merkingu "arion". Þar var sprettharður ódauðlegur hestur, snigillinn góði, skáldið. Fyrir svo utan öll vörumerkin sem bera þetta nafn.

Það sem mér finnst vægast sagt mjög furðulegt, er að Vörsludeild Kaupþings var fyrir nokkrum árum, "slitin" frá (Kþ) og gerð að sjálfstæðri einingu. Yfirmaður (kona nokkur) stakk upp á Arion og það hefur nýja fyrirtækið borið síðan.

Nú tekur Kþ upp nafn dótturfyrirtækisins??? Samt bárust á fjórða hundrað tillögur og eytt svo sem eins og íbúðarverði í þetta yfirborðsskrap.

Nú er vörslufyrirtækið víst í vanda þar sem erlendir og innlendir viðskiptavinir vilja ekki láta bendla neitt af sínum viðskiptum við Kþ.

Sennilega neyðast þau til að taka nýtt nafn.  Þá getur Arion (N.Kþ) t.d. bent þeim á að taka nafnið:  Kaupfélag Borgfirðinga.  Já, OK,ég er skepna : )

Eygló, 28.11.2009 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband