Einræðistilburðir Samfylkingarinnar

Er ekkert annað í stöðunni en ál og aftur ál?

Margir urðu furðu lostnir þegar Jóhanna Sigurðardóttir lýsti því yfir á Suðurnesjum á laugardaginn var að hún byggist við að hafist yrði handa við Suðvestur-línu í sumar og að framkvæmdir í Helguvík kæmust á fullan skrið. Hún lét þess hins vegar ekki getið hvaðan orkan í Helguvíkurálverið og stækkað álver í Straumsvík ætti að koma.

Þá var óneitanlega ógeðfelld yfirlýsing Katrínar Júlíusdóttur um forskot ALCOA í atvinnumálum á Norðaustur-landi. Greint var frá því morgunfréttum Ríkisútvarpsins að senn kæmi saman samstarfsnefnd um uppbyggingu orkufreks iðnaðar á svæðinu og vænti ráðherra þess að nefndin stæði vel að verki við rannsóknir þeirra kosta sem fyrir hendi eru. Því skýtur þessi yfirlýsing um forskot ALCOA skökku við.

Það er alþekkt í ríkjum þar sem sýndarlýðræði ríkir, að stjórnvöld gefi út tilkynningar um væntanlegar rannsóknir á ýmsum sviðum. Í slíkum yfirlýsingum er þess einatt getið hver verði væntanleg niðurstaða rannsóknanna.

Nú eru framsýnir Íslendingar farnir að velta því alvarlega fyrir sér hvaðan orkan eigi að koma sem ætlað er að knýja rafknúnar bifreiðar framtíðarinnar og ýmislegt annað sem er á döfinni. Eru Íslendingar orðnir svo aðþrengdir að þeir þurfi að flýta sér að gleypa þá álklumpa sem í boði eru og fórna til þess hagkvæmustu orkukostunum? Hvers konar flokkur er Samfylkingin eiginlega orðin? Spyr sá sem ekki veit.

Rannsóknir hafa leitt í ljós óæskilega mengun sem fylgir pottum og pönnum úr áli og skaðar heilsu almennings. Ætla mætti að álið hafi sambærileg áhrif á hugarfar þeirra sem það aðhyllast öðru fremur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gissur Þórður Jóhannesson

  Þú spyrð að því hverskonar flokkur Samfylkingin sé?

Þetta er bara mínis flokkur hvar og hverning sem á hann er litið.

                           Gissur Jóhannesson.

Gissur Þórður Jóhannesson, 23.11.2009 kl. 09:50

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ekki held ég að yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur séu einræðistilburðir.  Get ekki séð það.

Jón Halldór Guðmundsson, 23.11.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband