Kunninngjaþjóðfélagið í algleymingi

Nú eru fréttir orðnar þannig að óvíst er að borgi sig að blogga um þær. Ef til vill er mesta gagnrýnin fólgin í því að þegja, þegja yfir vandræðum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þegja yfir spillingunni sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir, þegja yfir skyldleika ýmissa þingmanna við gjörspillta foreldra eða frændur sem gjalda ekki skatta af tekjum sínum sem laumað hefur verið til annarra landa og mynda lífeyrissjóði þeirra, þegja yfir því hvernig ráðherrar Samfylkingarinnar hafa skipað vini sína og kunningja í lykilstöður, þegja yfir því hvernig sumir verða sérfræðingar án þess að hafa nokkru sinnni hlotið neina menntun á sérfræðisviði sínu, þegja yfir því hvernig aðstaða fólks sem staðið hefur lengi í kjarabaráttu getur orðið í íslensku samfélagi, þegja yfir því að stjórnarandstaðan haldi Íslandi logandi með málþófi sínu o.s.frv. Þess vegna verður það sem eftir lifir dagsins þögn um málefni líðandi stund. Lengra fram sé ég ekki en ætla að greiða atkvæði með Icesave-samningnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Já félagi.  Þöggunin í þjóðfélaginu er mikil.  Ég kýs gegn Icesave.

Axel Þór Kolbeinsson, 14.12.2009 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband