Gagnrýni missir marks

Nú hefur Ríkisendurskoðun kveðið upp þann skapadóm yfir Seðlabankanum að hann hafi gert afdrifarík mistök í aðdraganda bankahrunsins þegar hann lánaði íslensku bönkunum hundruð milljarða gegn veðum í svoökölluðum ástarbréfum.

Áður hefur verið greint frá því á þessum síðum að í júlí 2008 hafi verið svo komið að erlendir bankar svo sem royal bank of Scotland og Deutsche Bank hafi neitað að taka veð íslensku bankanna gild. Þess var getið að veðin hefðu þótt of veik enda uppbygging bankanna vafasöm.

Nú þarf að rifja upp hver sat í stóli formanns stjórnar Seðlabankans sumarið 2008 og hvernig þessar upplýsingar samræmast málflutningi hans fyrir og eftir bankaránið. Þá þarf einnig að grandskoða hvort gagnrýni Morgunblaðsins á núverandi ríkisstjórn sé marktæk eða hvort um „skítabombur“ sé að ræða eins og Lára Hanna Einarsdóttir hefur kallað skrif annars ritstjórans.

Eitt má þó telja víst – trúverðugleiki leiðaranna hefur beðið alvarlegan hnekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband