Nýlegur vefur launagreiðenda á síðu Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda óaðgengilegur

Ég hef sýslað um fjármál mín þessa síðustu og bestu daga. Sagna sannast hefur það gengið allvel. Ég hef flakkað um vef ríkisskattstjóra og Tryggingastofnunar eftir að rafrænu skilríkin tóku að verka og í dag var komið að því að standa skil á lífeyrisgreiðslum.

Adam var ekki lengi í Paradís. Vefurinn reyndist ekki í lagi þótt nýlegur væri. Því var eftirfarandi bréf sent:

Ágæti viðtakandi.

Ég hef að mestu verið atvinnulaus undanfarin 4 ár, en í haust tókst ég á hendur talsverða verktöku.

Ég hugsaði mér að senda inn skilagrein vegna tímabilsins frá 05.01.2009-30.11.2009. Ég komst svo langt að byrja að fylla út skilagreinina á vef launagreiðanda en þá vandaðist málið.Vefurinn er ekki aðgengilegur þeim sem nota skjálesara. Talgervillinn les ekki heiti þeirra reita sem fylla þarf út í. Nöfn þeirra birtast á einu svæði og útilokað er að greina hvaða reitur á við hverju sinni.

Embætti ríkisskattstjóra hefur nýlega breytt sínum vef vegna ábendinga undirritaðs og er nú hægt að sinna erindum á vefnum þótt notandinn sé blindur.

Ég vona að þessu verði kippt í lag hið bráðasta, enda stríðir skortur á aðgengi gegn upplýsingastefnu stjórnvalda.

Að flestu leyti er heimasíðan nothæf. Ég mæli þó eindregið með því að sérfræðingur um aðgengi frá Sjá ehf berði beðinn að taka út síðuna og koma með ábendingar. En á meðan mælist ég til að aðgengiskröfur veðri uppfylltar á vef launagreiðenda.

Með von um skjót svör,

virðingarfyllst,

Arnþór Helgason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður fróðlegt að sjá hvort eitthvað kemur út þessu!

Jólakveðja

Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband