Vond staða enn verri

Sífellt koma fleiri kurl til grafar í Ice-save-málinu. Ýmislegt af þeim málatilbúnaði, sem hafður hefur verið uppi að undanförnu, er með hreinum ólíkindum og bætir hvorki stöðu Íslendinga né viðsemjenda þeirra í Icesave-málinu.

Stjórnarandstaðan hefur þvælst fyrir í þessu máli án þess að leggja til neinar haldbærar lausnir. Þótt fáir efist um heiðarleika og áhuga Svavars Gestssonar á því að ná sem bestri niðurstöðu í Icesave-málinu veikir sú ákvörðun stöðu hans að koma ekki til fundar við þingnefnd sem vill spyrja spurningar.

Það er vissulega réttur þingmanna að spyrja spurninga og skylda æðstu fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendum vettvangi að verða við óskum þingsins ekki síst þegar sá, sem um er rætt, sat um árabil á Alþingi.

Gamla Ísland gægist enn upp á yfirborðið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband