Fjölmiðlar um veröld alla fjalla nú sem aldrei fyrr um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
Flestir þeirra leggja hlutlægt mat á það sem er í deiglunni.
Vegna hamfara núverandi forseta vekur það bæði undrun og aðdáun hvernig kínverskir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar.
breska ríkisútvarpið, BBC World Service, er sennilega sá fjölmiðill sem fjallar um ástandið með sem fjölbreytilegustum hætti.
Í dag var útvarpað viðtölum við kjósendur Trumps og þeir spurðir spjörunum úr. Mesta athygli undirritaðs vakti spjall við nokkra svarta bandaríkjamenn (black americans).
Einn þeirra, greinilega fremur ungur maður, greindi frá því að hann Kysi Trump vegna þes að Trump fylgdi ævinlega kristnum gildum sem væru sér mikils virði. Hann væri sá forseti sem greitt hefði götu svartra Bandaríkjamanna (black Americans) fremur en nokkur annar forseti.
Hann hefði rutt ýmsum steinum úr götu þeirra og vegna aðgerða Trumps hefði hann nú stofnað lítið fyrirtæki og gengi nú glaður til vinnu sinnar á hverjum degi.
Þeir sem aðhillast kristin gildi og treysta Guði ættu því að meta það sem forsetinn hefði gert og setja allt sitt traust á hann.
Um Beiden sagði sá hinn sami að hann væri útsendari auðvaldsins í Bandaríkjunum og sæi það eitt að hækka skatta og koma bandarískum Bandaríkjamönnum (black Americans) á kné.
Utanríkismál/alþjóðamál | 5.11.2020 | 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Morgunblaðinu birtist þessi frétt í dag:
Allt of algengt er að ökumenn noti farsímann undir stýri, samkvæmt nýlegri könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir VÍS. Þar kemur fram að 46% aðspurðra tala einhvern tímann í farsímann, án handfrjáls búnaðar, á meðan akstur stendur yfir.
36% þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, skrifa einhvern tímann skilaboð í farsímann á meðan akstur stendur yfir ─ en töluverður munur var milli aldurshópa hvað þetta varðar.
Þannig segjast 73% ökumanna á aldrinum 18-24 ára skrifa skilaboð sjaldan, stundum, oft eða alltaf. 53% þeirra á aldrinum 25-34 ára skrifa skilaboð sjaldan, stundum, oft eða alltaf ─ og 55% þeirra á aldrinum 35-44 ára gera það sjaldan, stundum, oft eða alltaf.
57% þeirra sem tóku þátt í könnuninni segjast lesa á símann undir stýri. Langflestir eru á aldrinum 18-24 ára eða 85%. Lítill munur er á aldurshópnum 25-34 ára og 35-44 ára ─ eða 78% og 74%.
Samkvæmt rannsóknum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (e. WHO) eru þeir ökumenn, sem verða fyrir truflun vegna farsíma, fjórum sinnum líklegri til þess að valda umferðarslysum (þar á meðal aftanákeyrslu, útafakstri og árekstri).
Bent er á að notkun farsíma skerðir athygli við akstur. Farsímanotkun bitnar á skynjun ökumanna á umhverfinu og viðbragðstíma, t.d. að hemla eða beygja frá hættu.
Þessi hegðan hefur þegar valdið stórslysum sem leitt hafa til örorku. Í raun hafa íslensk stjórnvöld aldrei tekið á þessu atferli svo að bragð sé að.
Löggæsla | 4.11.2020 | 10:47 (breytt kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir nokkru birti ríkisútvarpið frétt um misjafnt gengi í efnahagslífi nokkurra Evrópuþjóða. Höfðu flest þeirra orðið fyrir miklum skakkaföllum af völdum Kórónuveirunnar. Ísland var þar á meðal.
Í skýringu fréttamanns Ríkisútvarpsins kom fram að þýska hagkerfið hefði gengið einna best og þar hefði orðið nokkur framleiðniaukning. Var ástæðan sögð sú að Þýskaland og nokkur ríki Evrópu væru gróin hagkerfi sem byggðu á iðnaðarframleiðslu. Hér á landi væri staðan sú að útflutningur Íslendinga væri hálf-unnin framleiðsla og vægi fiskur einna mest.
Ekki verða bornar brigður á þessar niðurstöður, en þær leiddu þó hugann að samræðum, sem við Páll bróðir minn áttum við starfsmenn kínversks útgáfufyrirtækis austur í Beijing árið 1975. Þar kom fram að Kínverjar höguðu verðlagningu bóka og tímarita eftir því á hvaða þróunarstigi ríkin væru stödd.
Mao Zedong hafði þá kynnt skilgreiningu sína á stöðu ríkja, sem hann skipti í þrennt:
1. Í fyrsta heiminum voru iðnvædd ríki sem bjuggu yfir gjöreyðingarvopnum, Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Sovétríkin.
Í öðrum heiminum voru nokkur stærstu iðnveldi heims.
Í þriðja heiminum voru fátæk ríki, einkum í Asíu, Afríku og Mið-Austurlöndum auk ríkja sem voru eingöngu hráefnisframleiðendur.
Við bræður töldum að rétt væri að hækka verðið á kínverskum tímaritum sem seld væru hérlendis. Gestgjafar okkar töldu það af og frá, þar sem Ísland tilheyrði þriðja heiminum eins og flest ríki Mið-austurlanda. Tóku þeir sem dæmi olíuríkin við Persaflóa.
Þegar við bræður mótmæltum því og vitnuðum í góð lífskjör hér á landi, svöruðu þeir því til að hvað sem öðru liði væri Ísland fyrst og fremst útflytjandi hráefnis, þar sem mest af okkar útflutningi væru eingöngu hráefni. Því værum við í sama flokki og olíuríkin.
Því skal spurt: Hefur Ísland náð því að komast í tölu fyrsta heims ríkja eða erum við enn fyrst og fremst hráefnisframleiðendur?
Stjórnmál og samfélag | 3.11.2020 | 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisútvarpið greindi frá því í hádegisfréttum að sennilega yrði 7 manna fjölskylda frá Senigal flutt úr landi, en Landsréttur hefði staðfest úrskurð útlendingastofnunar þar um.
Í réttinni kom fram að fólkið hefði dvalist hér á landi í 7 ár og börn hjónanna væru fædd hér á landi.
Hverju sæta svona vinnubrögð?
Hér virðist annaðhvort um að ræða skeytingaleysi eða afglöpp yfirvalda.
Fólk, sem hefur búið óáreitt að mestu á Íslandi um 7 ára skeið og alið upp börn sín hér á landi, hlýtur að eignast búseturétt hérlendis.
Þetta má minnir ótæpilega á það hvernig saklausum gyðingum var rutt úr landi í aðdraganda fyrr heimsstyrjöldina.
Ætla íslenskyfirvöld enn að smeygja ser frá því að læra eitthvað?
´
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2020 | 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rafbílum hefur fjölgað mjög á þessu ári enda fer þeim nú fjölgandi sem átta sig á kostum þeirra.
Úrval rafbíla er nú meira en verið hefur og allt lítur út fyrir að tegundum muni fjölga á næstunni.
Þegar úrval rafbíla er skoðað vekur athygli að þeir virðast henta flestum notendum. Verðið er við flestra hæfi og þeir, sem vilja státa af rándýrum fararskjótum, eiga nú ekki í neinum vandræðum að fá sér draumafarartæki. Meira að segja fjórhjóladrifnir jeppar verða senn á vegum landsins.
Nú þegar hægt er að eignast rafbíl sem dregur allt að 400-500 km er lítill vandi að fara hvert á land sem er.
Við hjónin fórum hringferð um landið í sumar og dvöldum á Stöðvarfirði í rúma viku. Þar hlóðum við gripinn eins og ráð var fyrir gert. Á meðan á hleðslu stóð var haft samband við okkur og spurt hvort við gætum hleypt ferðamanni að, þar sem ljóst var að nokkurn tíma tækið að hlaða bíl með jafnstórri rafhlöðu Kiasoul bílsins. Brást eiginkonan skjótt við og aðstoðaði rafbílaeigandann.
Þar var á ferð ungur maður sem keypt hafði Nissan Leav árgerð 1916, sem komst um 125 km á hleðslunni. Var hann á hringferð um landið og gat frúin leiðbeint honum um hraðhleðslur og skildust þau með miklum kærleikum, eins og það er orðað í gömlum sögum.
Þessi ungi maður virtist ekki að flýta sér og að ferðinni lokinni ga hann skýrslu um reynslu sína af því að aka um Ísland á skammdrægum rafbíl.
Ferðalög | 31.10.2020 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athugasemdir talsmanns kínverska sendiráðsins á Íslandi
Eftir Le Shuang
Eftir Le Shuang:
Athugasemdir talsmanns kínverska sendiráðsins á Íslandi
Eftir Le Shuang
Le ShuangLe Shuang
Le Shuang
Eftir Le Shuang: "Í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi nútímans hefur Kína hvorki áhuga né getu til að hylma yfir neitt sem tengist faraldrinum."
Hinn 8. júní var birt í Morgunblaðinu ritstjórnargrein undir nafninu Hvers vegna þessi leynd? þar sem settar voru fram vangaveltur og gagnrýni varðandi það af hverju Kína væri að hindra alþjóðlegar rannsóknir á uppruna kórónuveirunnar. Mig langar fyrir hönd kínverska sendiráðsins að benda á nokkur atriði.
Í fyrsta lagi: Í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi nútímans hefur Kína hvorki áhuga né getu til að hylma yfir neitt sem tengist faraldrinum. Faraldurinn af völdum Covid-19 er einhver mesta vá sem hefur ógnað mannkyninu síðustu hundrað árin og er alvarleg kreppa og gríðarleg áskorun fyrir allan heiminn. Þegar Kína stóð fyrst frammi fyrir þessum óvænta sjúkdómi tilkynnti það umsvifalaust um sjúkdóminn til WHO og til alþjóðasamfélagsins og setti umsvifalaust af stað rannsóknir á veirunni og áhrifum hennar og birti síðan í byrjun janúar greiningu á genamengi veirunnar og hlaut Kína þakkir fyrir frá WHO og alþjóðasamfélaginu. Kínverska ríkisstjórnin hefur síðan deilt aðferðum og reynslu af meðhöndlun faraldursins með umheiminum með opnum og ábyrgum hætti og höfum við brugðist við áhyggjum ýmissa aðila og aukið samvinnu við alþjóðasamfélagið.
Í öðru lagi: Kína hefur aldrei skorast undan því að rannsaka uppruna veirunnar. Við höfum alltaf verið opin fyrir alþjóðlegum rannsóknum og styðjum fagleg samskipti milli vísindamanna sem felast í að skiptast á gögnum og reynslusögum af baráttunni við veiruna. Það eina sem við erum ósátt við eru staðhæfulausar ásakanir gegn Kína og að reynt sé að nota rannsóknir á uppruna veirunnar í pólitískum tilgangi. Hinn 19. maí var samþykkt á 73. Alþjóðaheilbrigðisþinginu (WHA) ályktun varðandi viðbrögð við Covid-19-faraldrinum og var Kína, eitt af 140 ríkjum, þátttakandi og styrktaraðili ályktunarinnar. Ályktunin staðfestir og styður við forystuhlutverk WHO gegn faraldrinum og biðlar til aðildarríkja að vinna gegn mismunun og ásökunum, berjast gegn upplýsingaóreiðu og vinna saman að rannsóknum á greiningu, meðferð, lyfjameðferð, leitinni að bóluefni og rannsóknum á uppruna veirunnar. Sérstaka áherslu skyldi leggja á að grafast fyrir um nákvæman uppruna veirunnar og hvernig hún barst yfir í menn, með viðkomu í hugsanlegum millihýslum. Í ályktuninni er sérstökum stuðningi lýst við að WHO hlutist til um sanngjarna og sjálfstæða endurskoðun innan viðunandi tímatakmarkana. Við vonumst til að þessari ályktun frá WHA verði fylgt eftir með festu og komi til með að bæta viðbrögð alþjóðasamfélagsins í framtíðinni.
Í þriðja lagi: Þessi nýja kórónuveira er áður óþekkt veira. Það er viðfangsefni heilbrigðisvísindamanna að komast að uppruna hennar. Niðurstaðan verður að byggjast á grunni staðreynda og vísindalegra vinnubragða. Þessi vinna er í fullum gangi um þessar mundir, engar niðurstöður eru komnar en margar tilgátur eru á sveimi í alþjóðasamfélaginu. Fyrsta tilfelli Covid-19 var opinberlega staðfest í Wuhan-borg en það þýðir ekki endilega að upprunann sé að finna þar. Nokkur ríki, eins og t.d. Frakkland og Bandaríkin, hafa undanfarið staðfest tilfelli sem hefur komið í ljós að voru staðfest á undan fyrstu tilfellunum í Wuhan. WHO hefur einnig lýst sig reiðubúið til að skoða allar upplýsingar sem gætu leitt okkur nær því að rekja uppruna veirunnar og mun skoða allar slíkar ábendingar. Sameiginleg yfirlýsing nokkurra helstu alþjóðlegu sérfræðinga í heilbrigðisvísindum, sem birtist í hinu virta læknatímariti Lancet, staðfestir einnig að Covid-19 eigi sér náttúrulegan uppruna og sé ekki tilbúin veira. Nú nýlega gaf forstjóri Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan, ásamt samstarfsmönnum sínum í Bandaríkjunum til langs tíma, það út með skýrum hætti að stofnunin hefði hvorki áætlanir um né getu til að framleiða neinar kórónuveirur.
Kína hefur fært gríðarlegar fórnir en á sama tíma lagt sitt af mörkum til að berjast gegn veirunni á heimsvísu. Það ætti að virða framlag Kína og það ætti ekki að gagnrýna það og ásaka án nokkurra raka. Kína kallar eftir því að alþjóðasamfélagið standi saman og hafni fordómum og hroka og hafni öllum tilraunum til að finna sökudólga og annað sem er notað til að slá pólitískar keilur, og standi saman gegn fordómum og ásökunum í pólitískum tilgangi. Með því að gera það munum við sjá að andi einlægni, samvinnu, ábyrgðar og staðfestu mun leiða einstaklinga og þjóðir frá öllum heimshornum til sigurs gegn faraldrinum.
Höfundur er talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi.
"Í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi nútímans hefur Kína hvorki áhuga né getu til að hylma yfir neitt sem tengist faraldrinum."
Hinn 8. júní var birt í Morgunblaðinu ritstjórnargrein undir nafninu Hvers vegna þessi leynd? þar sem settar voru fram vangaveltur og gagnrýni varðandi það af hverju Kína væri að hindra alþjóðlegar rannsóknir á uppruna kórónuveirunnar. Mig langar fyrir hönd kínverska sendiráðsins að benda á nokkur atriði.
Í fyrsta lagi: Í hinu alþjóðlega upplýsingasamfélagi nútímans hefur Kína hvorki áhuga né getu til að hylma yfir neitt sem tengist faraldrinum. Faraldurinn af völdum Covid-19 er einhver mesta vá sem hefur ógnað mannkyninu síðustu hundrað árin og er alvarleg kreppa og gríðarleg áskorun fyrir allan heiminn. Þegar Kína stóð fyrst frammi fyrir þessum óvænta sjúkdómi tilkynnti það umsvifalaust um sjúkdóminn til WHO og til alþjóðasamfélagsins og setti umsvifalaust af stað rannsóknir á veirunni og áhrifum hennar og birti síðan í byrjun janúar greiningu á genamengi veirunnar og hlaut Kína þakkir fyrir frá WHO og alþjóðasamfélaginu. Kínverska ríkisstjórnin hefur síðan deilt aðferðum og reynslu af meðhöndlun faraldursins með umheiminum með opnum og ábyrgum hætti og höfum við brugðist við áhyggjum ýmissa aðila og aukið samvinnu við alþjóðasamfélagið.
Í öðru lagi: Kína hefur aldrei skorast undan því að rannsaka uppruna veirunnar. Við höfum alltaf verið opin fyrir alþjóðlegum rannsóknum og styðjum fagleg samskipti milli vísindamanna sem felast í að skiptast á gögnum og reynslusögum af baráttunni við veiruna. Það eina sem við erum ósátt við eru staðhæfulausar ásakanir gegn Kína og að reynt sé að nota rannsóknir á uppruna veirunnar í pólitískum tilgangi. Hinn 19. maí var samþykkt á 73. Alþjóðaheilbrigðisþinginu (WHA) ályktun varðandi viðbrögð við Covid-19-faraldrinum og var Kína, eitt af 140 ríkjum, þátttakandi og styrktaraðili ályktunarinnar. Ályktunin staðfestir og styður við forystuhlutverk WHO gegn faraldrinum og biðlar til aðildarríkja að vinna gegn mismunun og ásökunum, berjast gegn upplýsingaóreiðu og vinna saman að rannsóknum á greiningu, meðferð, lyfjameðferð, leitinni að bóluefni og rannsóknum á uppruna veirunnar. Sérstaka áherslu skyldi leggja á að grafast fyrir um nákvæman uppruna veirunnar og hvernig hún barst yfir í menn, með viðkomu í hugsanlegum millihýslum. Í ályktuninni er sérstökum stuðningi lýst við að WHO hlutist til um sanngjarna og sjálfstæða endurskoðun innan viðunandi tímatakmarkana. Við vonumst til að þessari ályktun frá WHA verði fylgt eftir með festu og komi til með að bæta viðbrögð alþjóðasamfélagsins í framtíðinni.
Í þriðja lagi: Þessi nýja kórónuveira er áður óþekkt veira. Það er viðfangsefni heilbrigðisvísindamanna að komast að uppruna hennar. Niðurstaðan verður að byggjast á grunni staðreynda og vísindalegra vinnubragða. Þessi vinna er í fullum gangi um þessar mundir, engar niðurstöður eru komnar en margar tilgátur eru á sveimi í alþjóðasamfélaginu. Fyrsta tilfelli Covid-19 var opinberlega staðfest í Wuhan-borg en það þýðir ekki endilega að upprunann sé að finna þar. Nokkur ríki, eins og t.d. Frakkland og Bandaríkin, hafa undanfarið staðfest tilfelli sem hefur komið í ljós að voru staðfest á undan fyrstu tilfellunum í Wuhan. WHO hefur einnig lýst sig reiðubúið til að skoða allar upplýsingar sem gætu leitt okkur nær því að rekja uppruna veirunnar og mun skoða allar slíkar ábendingar. Sameiginleg yfirlýsing nokkurra helstu alþjóðlegu sérfræðinga í heilbrigðisvísindum, sem birtist í hinu virta læknatímariti Lancet, staðfestir einnig að Covid-19 eigi sér náttúrulegan uppruna og sé ekki tilbúin veira. Nú nýlega gaf forstjóri Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan, ásamt samstarfsmönnum sínum í Bandaríkjunum til langs tíma, það út með skýrum hætti að stofnunin hefði hvorki áætlanir um né getu til að framleiða neinar kórónuveirur.
Kína hefur fært gríðarlegar fórnir en á sama tíma lagt sitt af mörkum til að berjast gegn veirunni á heimsvísu. Það ætti að virða framlag Kína og það ætti ekki að gagnrýna það og ásaka án nokkurra raka. Kína kallar eftir því að alþjóðasamfélagið standi saman og hafni fordómum og hroka og hafni öllum tilraunum til að finna sökudólga og annað sem er notað til að slá pólitískar keilur, og standi saman gegn fordómum og ásökunum í pólitískum tilgangi. Með því að gera það munum við sjá að andi einlægni, samvinnu, ábyrgðar og staðfestu mun leiða einstaklinga og þjóðir frá öllum heimshornum til sigurs gegn faraldrinum.
Höfundur er talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi.
Utanríkismál/alþjóðamál | 15.6.2020 | 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er kunnara en frá þurfi að segja að mikill hluti áskrifenda Morgunblaðsins forðast að lesa leiðara þess og eru ýmsar ástæður til þess.
Helga Vala Helgadóttir, þingman Samfylkingarinnar greinir þær ágætlega í pistli á umræðuvettvangi Morgunblaðsins föstudaginn 5. þessa mánaðar.
Fjölmiðlar eru afar mikilvægir í lýðræðislegri umræðu. Vönduð fjölmiðlaumfjöllun er hvort tveggja upplýsandi sem og hugvekjandi en að sama skapi getur óvönduð fjölmiðlaumfjöllun beinlínis verið meiðandi og afvegaleiðandi.
Höfundur einn, sem ítrekað ritar í Morgunblaðið, gerist iðulega sekur um rökþurrð og afvegaleiðslu í skrifum sínum. Slík er ásókn hans í stundarathygli, enda gleymdur mörgum, að hann gerir allt sem hann getur til að kasta fram sora huga síns bara til að vekja umræðu og fá þá athygli sem hann þráir mest af öllu. Sneyptur var hann sendur í útlegð frá opinberum störfum eftir afglöp sín í Seðlabanka Íslands. En sægreifar, sem byggja auð sinn á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, réðu hann til starfa svo hann fær að rita mola er kallast Staksteinar.
Í steinum gærdagsins opinberast þekkingarleysi höfundar á baráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vitinu virðist naumt skammtað þar sem gert er lítið úr mótmælum þar í landi sem og á fjölmennum samstöðumótmælum á Austurvelli. Höfundur skilur yfirleitt ekki mótmæli, og alls ekki að þau mótmæli sem nú eiga sér stað vegna morðs lögreglumanns á George Floyd snúast um annað og meira en það einstaka morð. Höfundur hefði betur spurt einhverja af þeim afbragðsblaðamönnum er starfa á Morgunblaðinu svo hann yrði sér ekki til háðungar en því miður valdi hann í staðinn að ausa út fáfræði sinni í steinum blaðsins.
Mótmælin, og samstöðumótmælin sem breiðast nú út um heiminn, eru vegna ofbeldis, rasisma og misréttis gagnvart mörgum kynslóðum svartra íbúa landsins. Ræturnar liggja í margítrekuðu ofbeldi lögreglunnar gagnvart svörtu fólki í Bandaríkjunum. Þannig er svart fólk þrefalt líklegra til að láta lífið af völdum lögreglu en hvítt fólk þrátt fyrir að vera aðeins um 13 prósent íbúa. Þá verður að hafa í huga að umtalsvert fleira svart fólk er drepið af lögreglu þar í landi fyrir það eitt að vera á röngum tíma á vegi lögreglunnar en nærri fimmfalt fleiri eru drepin af lögreglu þar sem þau eru óvopnuð á ferð. Þess vegna er mótmælt.
Staksteinar Morgunblaðsins voru í eina tíð hvöss lína flokkseigendafélags Sjálfstæðisflokksins. Þeir voru ekki endilega sannleikselskandi eða réttsýnir enda fyrst og fremst pólitískur og oft ósvífinn vöndur flokksins og því skemmtiefni þeim sem hafa gaman af pólitískum dansi.
Það er liðin tíð.
Í dag birtast steinarnir okkur sem aumur þráður til að dreifa þröngsýnum, hatursfullum og andstyggilegum skoðunum örvæntingarfulls fyrrverandi valdamanns sem neitar að sætta sig við að hans tími er löngu liðinn. Vonandi nær hann að lifa bjartari tíma en þann sem hann nú lifir. Biturleikinn er aldrei góður ferðafélagi.
helgavala@althingi.is
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
Stjórnmál og samfélag | 7.6.2020 | 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða, var í viðtali á Rás eitt í morgun.
Hún vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar þegar hún ræddi um fyrirhugaðan brottrekstur fjölskyldna með börn til Grikklands.
Guðrún minnti á það ástand sem komið er upp í veröldinni þar sem fjöldi fólks er á flótta vegna ofsókna eða afleiðingar hlýnandi loftslags. Taldi hún Íslendinga eiga að fagna einstaaklingum af erlendu þjóðerni og vísaði til þess að fjöldi þeirra hefði auðgað íslenskt þjóðlíf og menningu á liðnum árum og lagt sinn mikilvæga skerf til þróunar íslensks þjóðfélags.
Undir þetta skal tekið og því haldið fram að verði börn hrakin úr landi og send til Grikklands séu íslensk stjórnvöld farin að fremja hryðjuverk.
Katrín. Gríptu í taumana!
Stjórnmál og samfélag | 5.3.2020 | 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag, laugardaginn 1. febrúar, birtist athyglisverð athugasemd í Morgunblaðinu.
Hún fylgir hér:
Ein spurning
Eftir Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur
Herdís Þorgeirsdóttir
Eftir Herdísi Kjerulf Þorgeirsdóttur: "Í níutíu ára sögu ríkisútvarpsins hefur engin kona gegnt stöðu útvarpsstjóra. Ellefti karlinn var ráðinn útvarpsstjóri í vikunni andspænis flóru fremstu fjölmiðlakvenna landsins."
Það er meir en aldarfjórðungur síðan Hæstiréttur kvað jafnréttislög þýðingarlítil nema meginreglur væru skýrðar svo að veita skyldi konu starf ef hún er að minnsta kosti jafnt að því komin hvað varðar menntun og annað sem máli skiptir og karlmaður sem við hana keppir ef á starfssviðinu eru fáar konur. Í níutíu ára sögu ríkisútvarpsins hefur engin kona gegnt stöðu útvarpsstjóra. Ellefti karlinn var ráðinn útvarpsstjóri í vikunni andspænis flóru fremstu fjölmiðlakvenna landsins.
Þegar staðan var auglýst laus til umsóknar var krafan um konu í stól útvarpsstjóra orðin tifandi tímasprengja. Yrði karl tekinn umfram konu í stöðuna þyrfti hann að hafa augljósa yfirburði á þeim sviðum sem gerð voru að skilyrði.
Margar færustu fjölmiðlakonur landsins sóttu um starfið en engin þeirra komst áfram eftir fyrsta viðtal. Þrír karlar og ein kona rötuðu í lokaúrtakið.
Konur sem eiga að baki áratuga reynslu sem ritstjórar, fréttastjórar, útgefendur, dagskrárgerðarmenn, fréttamenn, rithöfundar, fræðimenn og stjórnendur hljóta að spyrja hvað hafi legið til grundvallar valinu í lokaúrtakið því ekki voru það hæfnis- og kynjasjónarmið. Auk þess var krafan um sanngjarnt og gagnsætt ráðningarferli að engu höfð.
Svo virðist sem stjórn ríkisútvarpsins hafi markvisst útilokað þessar konur á lokametrunum til að forðast óhagstæðan samanburð við þann sem ráðinn var í því skyni að hindra jafnréttiskærur.
Eftir stendur ein spurning sem beint er til stjórnar ríkisútvarpsins:
Hvaða umfram-hæfnisþættir og yfirburðir réðu ráðningu ellefta karlsins í stöðu útvarpsstjóra?
Höfundur er mannréttindalögmaður, fyrrverandi ritstjóri og útgefandi.
Stjórnmál og samfélag | 1.2.2020 | 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ríkisstjórn Íslands er fjölskipað stjórnvald. Það hefur bæði kosti og ókosti. Boðvald forsætisráðherra er minna en vera skyldi og einatt er útilokað að ráðast gegn ýmsum vandræðum sem þjaka stjórnina.
Nýjustu dæmin eru einleikur fyrrum dómsmálaráðherra vegna skipunar landsréttar og vangeta núverandi forsætisráðherra í máli sjávarútvegsráðherra.
Þessi staða veldur því að erfitt er að taka á ýmsu og mætti nefna mörg dæmi.
öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp fengu að kynnast þessu í upphafi 10. árugar síðustu aldar.
Hin mikilhæfa stjórnmálakona, Jóhanna sigurðardóttir var þá orðin félagsmálaráðherra og stýrði m.a. málefnum fatlaðra af mikilli og stundum óþarflega mikilli röggsemi. Þetta varð til þess að upp úr sauð á milli hennnar og samtakanna.
Ég lagði til að við fengjum Steingrím Hermannsson í hádegissnarl hjá Öryrkjabandalaginu. Á borðum voru meinhollar samlokur og jógúrt. Steingrímur lýsti þegar ánægju sinni með þessi matföng og gladdist yfir því að ekki skyldi þröngvað upp á sig steik.
Við kærðum fyrir honum þau vandræði sem við áttum í vegna skapsmuna félagsmálaráðherrans og taldi hann litlar líkur á því að hann gæti áorkað einhverju í þessu máli. Meginröksemdin var sú að ríkisstjórnin væri fjölskipað stjórnvald.
Ég benti honum á að hann væri í forystu stjórnarinnar og gæti því hlutast til um að samkomulag næðist. Helgi Seljan, fyrrum þingmaður tók undir þessi sjónarmið og urðu málalokin þau að Steingrímur boðaði til fundar í stjórnarráðinu og tókust sættir milli Jóhönnu og samtakanna.
Nú eru menn í miklum vanda. Íhaldið sér um sína og engu hefur tekist að þoka í málefnum fatlaðra og eldri borgara. Þrátt yrir vilja vinstri grænna koma þeir litlu sem engu í gegn í þessum málaflokkum. Kunningsskapurinn ræður.
Um svipað leyti og áður nefndur fundur var haldinn sótti elsti bróðir minn um forstöðumannsstarf á vinnustað fatlaðra í Vestmannaeyjum. Yfirmaður svæðisstjórnar hafði samband við mig og bað mig að gefa umsögn um bróður minn. Ég sagðist ekki vera fær um það vegna skyldleika.
"Þú getur þó að minnsta kosti sagt mér hvort hann kunni eitthvað til verka", svaraði maðurinn.
Ég svaraði því til að hann væri mjög lagtækur, menntaður vélstjóri og hefði lagt drög að ýmsu sem vinnustaðurinn hefði búið til.
Hann fékk ekki starfið þar sem hann væri of skyldur formanni Öryrkjabandalagsins.
Nokkru síðar var mér tjáð að bróðurdóttir mín hefði sótt um starf á vegum svæðisstjórnar og fékk hún það ekki því að hún væri skyld sama formanni.
Þarna bitnuðu venslin á saklausu fólki.
Í máli sjávarútvegsráðherra er svipuð staða að öðru leyti en því að hann efast ekki um hæfni sína til þess að taka á málum vinar síns og skólabróður.
Þetta mál eitrar andrúmsloftið kringum ríkisstjórnina og ýtir undir alþjóðlegt álit annarra þjóða um spillt þjóðfélag á Íslandi. Almenningur ber ekki ábyrgð á spillingunni heldur tapsárir ráðherrar sem þekkja ekki sinn vitjunartíma.
Stjórnmál og samfélag | 6.12.2019 | 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319741
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar