Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ég rakst inn á vefsíðu Öryrkjabandalagsins áðan og sá þá að einhverjir hafa hætt störfum að undanförnu en aðrir bæst við. Ég hafði heyrt að am.m.k. tvær konur um sextugt hefðu verið reknar úr starfi.
Mest athygli mína vakti hvað starfslið bandalagsins er fjölmennt og að ráðinn hafi verið nýr samskiptastjóri. Guðjón Helgason er sjálfsagt mætur maður. Var ekki hægt að ráða fatlaðan einstakling í þetta starf? Er formaðurinn ekki lengur hæfur til slíkra hluta eða framkvæmdastjórinn?
Það er furðumargt skrýtið hjá bandalaginu um þessar mundir og sitthvað sem bendir til að það sé ekki samkvæmt sjálfu sér í öllum atriðum, enda formaðurinn ófatlaður og skilur sjálfsagt ekki hvað fötlun er.
Þið fyrirgefið þótt ég segi það, en fötlun skilur enginn til fulls sem ekki hefur reynt hana á eigin skinni. Þetta á jafnt við um foreldra sem aðra.
Valdagræðgi ófatlaðs fólks í samtökum fatlaðra er athyglisverð og ástæður til að hafa af henni áhyggjur.
Stjórnmál og samfélag | 24.8.2016 | 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skoðanaskipti þeirra Bjarna Benediktssonar og Eyglóar Harðardóttur hafa verið um margt athyglisvert. Ég hygg að orð hins fyrr nefnda um að ráðherrar geti ekki hagað sér eins og fólk í leikskóla og barið í borðið til þess að fá sínu framgengt, hljóti að hafa fallið í grýtta jörð. Uppeldisstarf leikskólakennara felst í öðru en að venja börnin á að fá sínu framgengt með frekju.
Eftirfarandi pistill birtist í Kjarnanum í gær, 20. ágúst.
Í máli Eyglóar Harðardóttur opinberast tvíþættur vandi íslenskra ríkisstjórna.
Ríkisstjórnin er fjölskipað stjórnvald sem merkir í raun að forsætisráðherra er einungis verkstjóri ríkisstjórnarinnar. Hann hefur því væntanlega vald yfir ráðherrum úr eigin þingflokki en getur ekki sagt öðrum fyrir verkum. Þetta kom glögglega í ljós þegar Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp háðu miklar deilur við félagsmálaráðherra fyrir rúmum aldarfjórðungi, en þá sat Jóhanna Sigurðardóttir á þeim stóli. Leikar fóru svo að bandalagið og þroskahjálp buðu Steingrími Hermannssyni í hollan hádegisverð og fengu hann til að bera klæði á vopnin. Honum tókst það svo vel að síðan gekk vart hnífurinn á milli hagsmunasamtakanna og ráðherrans. Rök undirritaðs í orðræðunum við Steingrím voru þau að hann væri verkstjóri ríkisstjórnarinnar og yrði að skakka leikinn þegar einn ráðherrann sýndi af sér meiri ófyrirleitni en ásættanleg væri.
Nú er málum þannig háttað að forsætisráðherra er úr hópi framsóknarmanna en Eygló er framsóknarmaður og því á hans ábyrgð. Ólíklegt verður að telja að Sigurður Ingi vilji rugga bátnum með því að láta vísa Eygló úr ríkisstjórninni.
Þá er á hitt að líta að Eygló virðist eini ráðherra framsóknarmanna sem studdi ekki áætlun þá sem leiddi til hjásetu hennar og því hlýtur hún að hafa einangrast nokkuð í ríkisstjórninni og jafnvel í þinglokknu. Hún bregst við með því að sitja sem fastast og heldur að hún geri eitthvert gagn með því.
Eytló virðist skorta burði til þess að sýna af sér það siðferðisþrek að segja af sér. Hún er greinilega ósátt við niðurstöðu þá sem aðrir ráðherra samþykktu og snertir hennar málaflokk. Í öðrum lýðræðisríkjum en Íslandi segir slíkur ráðherra af sér og reynir síðan að höfða til stuðningsmanna sinna í næstu kosningum.
Það er leitt að svona sé komið fyrir jafnvænni stjórnmálakonu og Eygló. Hún hefur hingað til viljað vel og verið skynsöm. En þarna ætlar hún fram úr sjálfri sér.
Eygló, sýndu hugrekki, segðu af þér og veldu þér annan vetvang til umsvifa.
Arnþór Helgason
Greinarhöfundur var formaður Öryrkjabandalags Íslands 1986-1993 og í Framsóknarflokknum 1981-1998 þegar hann sagði sig úr flokknum og fór í pólitískt þrifabað.
Stjórnmál og samfélag | 21.8.2016 | 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið er Íslenska þjóðfylkingin ógeðfellt fyrirbæri.
Þar rugla menn öllu saman.
Ekki er hægt að gera vel við flóttamenn vegna þess að ekki er hægt að gera vel við aldraða og öryrkja. Þetta eru tvö óskyld mál.
Útlendingar stela störfum frá Íslendingum. Frá hverjum stela þeir störfum?
Erlent fólk vinnur á elli- og hjúkrunarheimilum og talar lélega íslensku.
Hvernig væri umhorfs á þessum heimilum ef þessa fólks nyti ekki við?
Stela útlendingar vinnunni frá fiskvinnslufólki? Hvar væri íslenskur matvælaiðnaður án erlends vinnuafls?
Umræða Þjóðfylkingarinnar minnir áþreifanlega á þá umræðu sem átt hefur sér stað í einangruðum þjóðfélögum þar sem valdastéttir þurftu að verja hagsmuni sína (hér á landi er það ekki valdastéttin sem gengur fram heldur allt önnur stétt sem ekki skal nefnd hér).
Í bók þýsks ferðalangs, sem fór til Tíbets og dvaldist þar á stríðsárunum seinni lýsir hann andstyggðinni sem Tíbetar höfðu á erlendu vinnuafli sem þeir þurftu á að halda. Hið sama má segja um indversku yfirstéttirnar sem hafa andstyggð á hinum ósnertanlegu. Hér á landi á yfirstéttin ekki í hlut heldur aðrar stéttir sem ekki verða nefndar á nafn en eru þó svo hrinar að þær snerta ekki við hvaða vinnu sem er.
Þjóðfylkingin er afsprengi sænskra öfgasamtaka sem mega teljast skyld stjórnmálaflokki þeim er Adolf Hitler stjórnaði á sínum tíma. Þá var flest Gyðingum að kenna.
Á fjórða áratug síðustu aldar og nokkuð frameftir öldinni sáust greinar í dagblöðum þar sem rætt var um hinn hreina, íslenska stofn sem hefði haldist hér við ómengaður vegna samgönguleysis. Þetta minnti á umræðuna um íslenska fjárhundinn á sínum tíma.
Íslendingar eru ekki sjálfum sér samkvæmir. Þeir vilja hreinræktaða þjóð þót a.m.k. tvær eða jafnvel þrjár og sumir segja fjórar þjóðir hafi numið landið fyrir rúmum 11 öldum.
En í fávisku sinni eða á að segja fyrirlitningu á öðru en mannfólkinu hafa þeir fórnað hreinum kattastofni sem hafði þróast hér einangraður vegna samgönguskorts svo að öldum skipti!
Hvernig var með tónlistarmenn sem hingað komu á síðustu öld. Höfðu þeir störf af Íslendingum?
Nefna má ýmsa listamenn til sögunnar sem gerðust Íslendingar og voru stoltir af því.
Vonandi heyra samtök eins og Íslenska þjóðfylkingin, sem byggja á fordómum og fáfræði, brátt sögunni til
![]() |
Hingað eru flóttamenn velkomnir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.8.2016 | 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gunnar Bragi Sveinsson lét hafa eftir sér í vikunni að alls ekki megi birta dagsetningu kjördags fyrr en tryggt sé að öll mál ríkisstjórnarinnar verði afgreidd á haustþingi. Verði það gert muni hún beita málþófi. Hann svaraði því hins vegar ekki hvað stjórnarandstaðan gæti gert ef ríkisstjórnin skiki gefin loforð um haustkosningar.
Einu gildir hvaða ákvörðun verður tekin. Málþófið verður ætíð fyrir hendi. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig ástandið á Alþingi verður ætli ríkisstjórnin að svíkja loforð um kosningar í haust. Þess vegna er það vel að dagurinn hafi verið ákveðinn.
Hitt er fáheyrt að ráðherra amist við því að stjórnarandstaðan telji sig geta haft einhver áhrif á hvaða mál verði afgreidd á þinginu. Hann væri sjálfsagt annarrar skoðunar ef Framsóknarflokkurinn væri utan stjórnar.
Svo lengi sem mín kynslóð man hafa íslenskir þingmenn úr öllum flokkum beitt málþófi þegar þeim hefur þótt það við hæfi. Sum mál hafa verið firna ómerkileg eins og frumvarpið um bókstafinn z en þá sá einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins ástæðu til að beita málþófi klukkustundum saman.
Stjórnmál og samfélag | 12.8.2016 | 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú stendur yfir aðdragandi þess að nýr forseti verði settur í embætti forseta Íslands. Er honum og fjölskyldu hans árnað heilla.
Einhver tímaskekkja er í því fólgin að hefja athöfnina á guðsþjónustu. Þjóðin kaus forseta og því má telja eðlilegt að þjóðkjörinn fulltrúi setji forseta í embætti.
Miðað við að Alþingi sé æðsta stofnun ríkisins ætti því forseti þess að helga embættið hverju sinni og lesa forseta eiðstaf, en hvorki biskup né forseti Hæsta réttar. Biskup er ekki þjóðkjörinn heldur valinn af fámennum hópi. Þessi athöfn er því hvort tveggja, stílbrot og tímaskekkja.
Stjórnmál og samfélag | 1.8.2016 | 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundum verða atburðir í íslenskum stjórnmálum sem jaðra við hörmungar.
Meint endurkoma formanns Framsóknarflokksins í íslensk stjórnmál og yfirlýsingar hans er slíkur atburður. Formaðurinn virðist veruleikafirrtur og skynjar ekki andrúmsloftið í kringum sig.
Halda mætti að framsóknarmenn séu haldnir sjálfseyðingarhvöt ef heldur fram sem horfir og lítil döngun virðist í forsætisráðherranum ef hann skynjar ekki sinn vitjunartíma og tekur í taumana.
Hætt er við að þessi atburðarás endi með ósköpum. Slíkir atburðir urðu á síðustu öld og tengdust Framsóknarflokknum. Menn ættu því að gjalda varúð við því hvert stefnir.
Stjórnmál og samfélag | 26.7.2016 | 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðsgjöf kallar Tyrklandsforseti herforingjauppreisnina.
Margt kringum Erdogan er dæmalaust og sumir myndu halda því fram að hann gengi vart heill til skógar.
Þó er hitt víst að ýmsir, sem stefna að ákveðnu marki, fara krókaleiðir og nema víða staðar. Stundum láta þeir eins og þeir hrekist undan andstæðingum og sópi um leið með sér ýmsu sem verður á leið þeirra. Dæmin eru þekkt hér á landi þegar stjórnmálamenn ætla sér að eyðileggja stofnanir eða breyta þeim en halda um leið uppi vörnum fyrir þær.
Af því, sem skrifað hefur verið á netinu um Erdogan og byltingartilraunina, má ráða að ýmislegt sé gruggugt við hana. Orð Erdogans um Guðs gjöf bera því vitni að hverju hann hefur stefnt og áætlunin virðist hafa verið tilbúin.
1. Einungis lítill hluti hersins virðist hafa staðið að valdaránstilrauninni og henni var hrint af stokkunum þegar forsetinn var víðs fjarri öllu fjölmiðlasambandi.
2. Á undraskömmum tíma er hreinsað út úr hinum ýmsu dómstólum landsins og vafalítið þægir menn settir í staðinn. Hverjir skyldu velja þá?
3. Guðsgjöfin er sú að Erdogan notfærir sér manngerðan guð til þess að réttlæta framferði sitt. Það er þannig og hefur ævinlega verið svo, að menn hafa notað hugtakið Guð, sem er manngert í ýmsum myndum á öllum tímum, til að réttlæta gjörðir sínar.
Lokaspurningin er því sú hvort munur sé á hinum manngerðu guðum og almættinu? Hefur maðurinn ekki frá örófi alda búið sér til ímyndir til þess að beita þegar hann þarf að efla sig með einum eða öðrum hætti, biðjast afsökunar eða fremja ódæði, allt í nafni einhvers ímyndaðs valds sem hann hefur sjálfur búið til?
Í raun og veru er guðfræðin byggð á blekkingum sem kunna einatt að styrkja sjálfsmynd manna. Þar er Erdogan gott dæmi og slíkir einstaklingar finnast í öllum trúarbragðahópum.
Stjórnmál og samfélag | 17.7.2016 | 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það kemur nú orðið sárasjaldan fyrir að ég hlusti á Útvarp Sögu.
Í morgun ákvað ég að leggja eyrun við viðtali Péturs Gunnlaugssonar við Illuga Jökulsson. Pétur leiddi viðtalið út í þvílíka hatursumræðu á hendur þeim sem eru ekki frá Norðurlöndum eða Evrópska efnahagssvæðinu og búa hér á landi, að mér blöskraði.
Útvarps Saga er að verða einhvers konar þjóðernisöfgafyrirbæri sem er beinlínis hættulegt íslensku samfélagi. Þetta tilheyrir víst fjölmiðlafrelsinu og því fylgir einnig að menn geta með góðu móti forðast slíka fjölmiðla. En hitt er verra að fjölmiðlar eins og Útvarp Saga geta með hægu móti efnt til ófagnaðar sem erfitt er að hafa stjórn á.
Stjórnmál og samfélag | 9.7.2016 | 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Apple sniðgengur íslenska tungu.
Verum ekki ferköntuð og kaupum ekki tæki frá Apple!
Stjórnmál og samfélag | 5.7.2016 | 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslendingar fá í sinn hlut um 400 milljarða frá erlendum ferðamönnum.
Það er því með ólíkindum að það skuli vefjast fyrir stjórnvöldum að ráðast til atlögu og lækna mývatn.
Það er með ólíkindum að sorpi skuli hafa verið leypt í vatnið árum ef ekki áratugum saman.
Það er með ólíkindum að ekki skuli innheimt sérstakt náttúruverndargjald af þeim sem sækja landið heim.
Íslendingar eru andvígir hvers konar gjaldtöku til verndar viðkvæmri náttúru. Norðmenn hika ekki við að innheimta slík gjöld og svo er um fleiri þjóðir.
Hvers konar þjóð byggir þetta land?
Hvers konar ríkisstjórn stýrir landinu?
Og hvers konar stjórnmálamenn véla um framtíð þess?
Hvað á þetta að þýða!
Áður en nokkur veir verður búið að troða niður og eyðileggja staði sem einu sinni voru taldir náttúruperlur.
Stjórnmál og samfélag | 10.5.2016 | 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar