Fćrsluflokkur: Kínversk málefni og menning

Huang Nubo og Ögmundur Jónasson

Ţegar sendinefnd Kínversk-íslenska menningarfélagsins var á ferđ um Kína í lok októbermánađar fór ekki hjá ţví ađ áhuga Huang Nobo á ađ fjárfesta hér á landi bćri á góma. Ţegar stćrđ Grímsstađa var borin viđ sambćrilega stćrđ landsvćđis í Kína, 27.000 ferkílómetra, urđu sumir hugsi.

Íslenskt viđskiptaumhverfi og hugsunarháttur virđist vanţróađ og hér á landi er sem engin ţekking sé á ţví hvernig megi komast hjá ţví ađ búa til nćr óleysanlega hnúta, sem upp koma í samskiptum Íslendinga og annarra ţjóđa. Ţađ vekur athygli ađ ekki hafi veriđ reynt ađ beina fjárfestingu Huangs Nubo í ađra farvegi og vekur ţađ óneitanlega spurningar um ráđgjafa hans. Ţađ virđist ljóst ađ Samfylkingin beri nokkra ábyrgđ í ţessu máli, ţegar skođađ er hverjir voru í fylgd međ Huang Nubo, ţegar hann kom fyrst ađ Grímsstöđum.

Ţá vekur athygli sá eintrjáningsháttur, sem innanríkisráđherra virđist hafa haft í ţessu máli. Algert sambandsleysi virđist hafa veriđ millum hans og iđnađar- og viđskiptaráđherra og engin tilraun gerđ til samráđs. Undirrituđum var bent á fyrir nokkru, ađ hugsanlega hefđi mátt beina ţessum umrćđum í ţá átt ađ Huang Nubo hefđi fengiđ land Grímsstađa til leigu í nokkra áratugi. Slíkt hefur tíđkast hér á landi og ćtti ađ falla mönnum betur í geđ en kaup á jafnstórri landspildu og um er ađ rćđa. Íslendingar ţurfa á erlendu fjármagni ađ halda til ţess ađ byggja upp atvinnuvegi međ öđrum hćtti en álver og annan meingandi iđnađ. Ţví er nauđsynlegt ađ slíta ekki alla strengi, sem tengja Huang Nubo viđ Ísland. Ţessi fjárfestir hefur sýnt međ óyggjandi hćtti, ađ hann standi viđ orđ sín, samanber Kínversk-íslenska menningarsjóđinn, sem hann hefur fjármagnađ.

Ţađ er rétt hjá Huang Nubo ađ rétt sé ađ kínverskir fjárfestar kynni sér pólitískt umhverfi í ţeim löndum sem ţeir hyggjast eiga samskipti viđ. Ţetta umhverfi hefđu ráđgjafar hans á Íslandi átt ađ kynna honum, en ţeir virđast hafa brugđist honum.

Innanríkisráđherrann hefur einnig brugđist. Nú er ađ vita hvort ekki verđi hćgt ađ finna annan flöt á ţessu máli ţegar menn hafa dregiđ djúpt andann. Til ţess ţarf samráđ en ekki einstrengingslegan hugsunarhátt manna sem skortir ţor. Verkefni eins og samstarfiđ viđ Huang Nubo, vćri skólabókardćmi um ţađ hvers innviđir íslenska stjórnkerfisins séu megnugir, báđum ađilum til hagsbóta.


Ferđamönnum fjölgar í Tíbet

 

Um ţessar mundir eru 5 ár síđan lokiđ var viđ ađ leggja járnbraut alla leiđ til Lhasa, höfuđborgar Tíbets. China Radio International hefur fjallađ um máliđ frá ýmsum hliđum. Ţar á međal er ţessi pistill.

Gamli og nýi tíminn mćtast

 


90 ár frá stofnun Kínverska kommúnistaflokksins

 

Föstudaginn 1. júlí síđastliđinn voru 90 ár liđin frá ţví ađ Kínverski kommúnistaflokkurinn var stofnađur. Fundurinn var haldinn í shanghai áriđ 1921 og stóđ ađ stofnun hans fremur fámennur hópur vígreifra einstaklinga sem vildu leggja allt í sölurnar til ţess ađ létta af kínverskri alţýđu ţvíi oki sem hún reis vart undir. Skömmu eftir ađ fundinum lauk kom leynilögregla stjórnvalda á stađinn, en greip í tómt.

Í tilefni afmćlisins var haldinn fundur í Alţýđuhöllinni miklu í Beijing, ţar sem einstaklingar og samtök hlutu viđurkenningu fyrir vel unnin störf. Ţar flutti Hu Jintao, formađur flokksins og forseti Kínverska alţýđulýđveldisins, rćđu, sem er um margt merkileg. Ţar vék hann m.a. ađ ţeim hrćringum sem nú hreyfa viđ ţjóđfélögum víđa um veröld. Fullyrti hann ađ framfarir sem byggja á baráttu fólks fyrir betri kjörum, vćru forsenda framfara á hverjum tíma  og yrđu Kínverjar ađ lćra ađ takast á viđ vandamál sem ţeim fylgdu. Ţá taldi hann einhlítt ađ lýđrćđi yrđi aukiđ í landinu og yrđi fyrsta skrefiđ ađ auka ţađ innan flokksins.

Vafalaust rýna margir í rćđuna og reyna ađ spá fyrir um framvindu mála í Kína. Hér er krćkja á hátíđarhöldin. Rćđur eru ţýddar jafnóđum á ensku.

http://english.cntv.cn/program/asiatoday/20110701/107836.shtml

 

Ţá er hér 18 sjónvarpsţátta röđ um sögu Kínverska kommúnistaflokksins:

http://english.cntv.cn/english/special/glorious_journey/homepage/index.shtml

 

Hér fyrir neđan eru krćkjur á fyrstu 7 ţćttina.

 

Episode 1: Rising from the flames: http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100922/101929.shtml

 

Episode 2: Founding New China http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100923/101979.shtml

 

Episode 3: Difficult Endeavours http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100924/101907.shtml

 

Episode 4: A Great Turning Point http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100925/103239.shtml

 

Episode 5: High Tides http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100926/103172.shtml

 

Episode 6: Breaking Waves http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100927/103571.shtml%3e

 

Part 7: Sailing into the New Century http://english.cntv.cn/program/storyboard/20100928/103886.shtml

 

 


Óábyrg strákapör norsku Nóbelsnefndarinnar

Í fyrra veitti norska Nóbelsnefndin núveranda Bandaríkjaforseta friđarverđlaun. Ţó stendur mađurinn í a.m.k. tveimur styrjöldum í Miđ-Austurlöndum.

Um daginn ákvađ nefndin ađ veita kínverskum andófsmanni friđarverđlaunin fyrir tillögur sem gćtu haft skelfilegar afleiđingar, yrđi ţeim hrundiđ í framkvćmd.

Sígandi lukka er best og ţađ veit kínverskur almenningur. Ţess vegna erţađ jafn ábyrgđarlaust af íslenskum stjófnvöldum ađ senda fulltrúa sína á ţessa meintu friđarhátíđ og hjá Norđmönnum sem virđast hafa misskiliđ hlutverk nefndarinnar. Ţar skipta orđsendingar kínverskra stjórnvalda engu máli heldur skynsemi og ábyrgđ íslenskra stjóvnvalda.


Enskumengunin í Kína

Fimmtudaginn 15. Apríl síđastliđinn var haldin austur í Beijing ráđstefna um ţá hćttu sem kínverskri tungu stafar af stöđugt meiri enskumengun. Kínverska alţjóđaútvarpiđ, china Radio International, birti frásögn af ráđstefnunni föstudaginn 30. apríl.

Áhrifa enskunnar fór ađ gćta í kínversku um svipađ leyti og Bretar tóku ađ herja á Kínverja laust fyrir miđja 19. öld og fóru ţessi áhrif vaxandi ţegar leiđ fram á 20. öldina. Ýmis orđ eins og jakki og rjómaís eiga rćtur ađ rekja til ensku ţótt menn átti sig ekki á ţví viđ fyrstu heyrn. Í Hong Kong, ţar sem Bretar réđu ríkjum í hálfa ađra öld, er mál manna mjög enskuskotiđ.

Áhrif enskunnar jukust ađ mun upp úr 1980 ţegar samskipti Kínverja viđ verstrćnar ţjóđir fćrđust í aukana. Fyrst ruddu sér til rúms skammstafanir á enskum frćđiheitum og heitum námsgreina sem ekki höfđu veriđ kenndar viđ kínverska háskóla. Ástćđan var einkum sú ađ menn urđu ekki sammála um ţýđingu skammstafananna. Ţótt leitast hafi veriđ viđ ađ ţýđa námsgreinaheitin á kínversku er svo komiđ ađ í um ţriđjungi frétta kínverskra fjölmiđla bregđur fyrir enskum skammstöfunum innan um kínverska letriđ, sem almenningur skilur ekki. Vandinn hefur orđiđ enn meiri vegna ţess ađ menn hafa ekki hirt um ađ ţýđa ýmsar skammstafanir í tölvukerfum og er nú svo komiđ ađ almenningur skilur ekki allt sem stendur á ađgöngumiđum kvikmynda- og tónleikahúsa.

Fram kom í máli nokkurra rćđumanna á ráđstefnunni ađ ţeir óttuđust ađ nokkur hluti frćđi- og vísindamanna ćttu orđiđ í erfiđleikum međ ađ tjá sig á kínversku svo ađ vel fćri og almenningur skildi. Hefur nú veriđ bođađ sérstakt átak til ţess ađ sporna viđ ţessum áhrifum.

Íslendingum er ţessi umrćđa ekki ókunn. Ensk heiti haa nú leyst latnesk frćđaheiti af hólmi. Enginn verđur nú magister heldur lýkur hann mastersprófi eđa –gráđu. Orđiđ meistaranám heyrist sára sjaldan.

Kínverskir fréttamenn sletta iđulega enskum skammstöfunum ţegar um er ađ rćđa hugtök í hagfrćđi og fleiri greinum. Ţó ađ Íslendingar geri ţađ ekki hlýtur samt ađ fara hrollur um ţá sem vilja veg tungunnar sem mestan ţegar spurnir berast af áhyggjum fjölmennustu ţjóđar heims af tungu sinni. Íslendingar búa nú viđ ţá sérstöđu í Evrópu ađ mestur hluti talađs máls í sjónvarpi er á ensku. Enskan bylur á eyrum sjónvarpsáheyrenda og mótar hugsun og málfar. Íslenskir listamenn leggjast jafnvel svo lágt ađ ţruma yfir áheyrendum enska texta, misjafnlega vel orta, sem einungis nokkur hluti almennings skilur. Hljómsveitin Hjaltalín er dćmi um slíkan hóp, en á frídegi verkalýđsins 1. maí sl. ţrumdi úr hátalarkerfi sveitarinnar ensk tunga ţegar fólk hélt ađ um baráttutónlist vćri ađ rćđa. Ţannig hefur hljómsveitin gengiđ í liđ međ ţeim sem vega ađ tungumálum smáţjóđa og er ţađ illt afspurnar.

Forstöđumenn kínverskra ráđuneyta, sem tóku til máls á ráđstefnunni, tóku fram ađ ekki vćri rétt ađ banna notkun slíkra skammstafana en menn yrđu ađ gćta sín ţegar ţćr vćru farnar ađ menga tungumáliđ.

http://english.cri.cn/08webcast/index.htm


Íslenski heimssýningarskálinn vekur athygli

Nú hefur heimssýningin mikla í shanghai veriđ opnuđ. Ţessar fréttir bárust frá Emil Bóassyni og Wang Chao sem búa á Gleđifjalli í Bandaríkjunum:

„Vorum ađ horfa á fréttir Kínverska sjónvarpsins. Ţar var viđtal viđ ímyndarstjóra Kínverja vegna Heimssýningarinar í Shanghć (bćnum ofan sjávar). Eftir ađ hafa rćtt nokkuđ um sinn ţátt í sýningunni og hljómlistina viđ opnunarverkiđ ţar sem hann spilađi eigin píanókonsert međ hefđbundnu kínversku ívafi svo sem tilbrigđum viđ Gulárkonsertinn frćga var hann spurđur hvađa sýningaskála hann myndi heimsćkja. Auđvitađ skála stórţjóđa eins og Frakka og Bandaríkjamanna, en eftirtktarverđastur fyrir einfeldni og hreinleika ţar sem allt vćri hafblátt og virtist vistvćnt vćri íslenski skálinn og ţangađ ćtlađi hann einnig.“


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband