Færsluflokkur: Umhverfismál
Góðvinur minn, dr. emil Bóasson, háskólakennari, hefur ásamt kínverskri eiginkonu sinni, Wang Chao, ferðast vítt og breitt um Kína. Hann er glöggskyggn og sendi mér þennan pistil um kínversk bifreiðanúmer. Ég vek sérstaklega athygli á því sem sagt er um rafmagnsbíla í lokin -- sem Íslendingar gætu tekið sér til fyrirmyndar.
Margt lærist á ferðalögum.
Undanfarnar átta vikur höfum við ferðast um víðlendur Kína.
Þrátt fyrir að hafa ferðast um það landsvæði af og til undanfarna fjóra áratugi er alltaf eitthvað nýtt og forvitnilegt.
Ég tók eftir að bílnúmer höfðu nokkur einkenni. Flest skráningarnúmer voru á bláum grunni með hvítum stöfum, svipaðir litir og í hvítblá fána UMFÍ. Þetta hefur verið svo lengi.
Svo tók ég eftir skráningarnúmerum með hvítan grunn og rauðan fyrsta staf. Kom þá í ljós að þetta voru skráningarnúmer Frelsishers alþýðu.
Hið þriðja sem bar fyrir augu voru framsóknargrænn bakgrunnur og hvítir stafir á skráningarspjöldum bifreiða. Þetta eru bifreiðar sem nota rafmagn eingöngu.
Í viðbót við þetta var okkur sagt að í Shanghæ kostaði skráningarnúmerið ¥13.000 alþýðudali eða sem nemur 240.000 krónum.
Gjaldið fellur niður ef skráður er rafmagnsbíll. Það hefur haft mikil áhrif og margir rafmagnsbílar í umferðinni þar.
Dregið hefur úr útblæstri bíla svo eftirtektarvert er í stórborginni.
Sent from my iPhone
Umhverfismál | 17.7.2019 | 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rafmagnið sækir stöðugt á í samgöngum hér á landi Rafbílar líða um stræti og þjóðvegi landsins og rafknúnum reiðhjólum fjölgar.
Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag er skemmtileg grein um rafreiðhjól eftir Helga Snæ sigurðsson, blaðamann. Rekur hann þar notagildi rafhjóla sem hann telur vera skemmtileg samgöngutæki auk þess sem létt leikfimi fylgir með. Rafmagnið skilar engri orku nema hjólreiðamaðurinn stígi hjólið.
Helgi nefnir m.a. fjóra styrkleika sem hann getur valið eftir því hversu lítið hann vill leggja á sig.
Helgi segist búa í Vesturbænum og séu frá heimili hans 13 km upp í Hádegismóa. Á rafmagnshjóli fer hann þessa vegalengd á um hálftíma.
Það var tvennt sem ég skemmti mér yfir.
1. Ég þekki móður hans og 2. þegar ég var sumarblaðamaður á Morgunblaðinu 2007 og 2008 hjóluðum við Elín nokkrum sinnum vestan af Seltjarnarnesi upp í Hádegismóa. Sýndi hraðamælir hjólsins að það væru um 14 km.
Vorum við u.þ.b. 40-50 mínútur á leiðinni eftir því hvernig vindar blésu. Brekkurnar voru vissulega áskorun og svitnuðum við talsvert. Þá var gott að skella sér í steypibað á jarðhæð Morgunblaðshússins áður en starfið hófst.
Ég reyndi í tvígang að fara með strætisvagni upp í Hádegismóa og tók það um eina klst og 15 mínútur.
Umhverfismál | 30.6.2019 | 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær, sem stóð í 10 tíma, var meðal annars rætt um loftgæði í Reykjavík.
Fyrir nokkrum árum snerist umræðan um að vindurinn blési vonda loftinu burtu og því þyrftum við engar áhyggjur að hafa. . Þeir sem eitthvað hugsuðu vissu vel að meingunin fór þá eitthvert annað.
Ég minnist þess að á 7. áratugnum fengum við Íslendingar stundum heimsókn frá meingaða andrúmsloftinu í Evrópu og í Vestmannaeyjum bar stundum við að móða kom á bláleitan himininn. Mér er enn minnisstætt þegar ég fór fyrst til Bretlands með Gullfossi árið 1969 hvernig andrúmsloftið gjörbreyttist þegar við sigldum inn í Norðursjó. Að vísu sá ég ekki móðuna sem allir um borð töluðu um en ég fann óþefinn.
Hhugsandi fólk vissi að þótt meingaða loftið í Reykjavík fyki burtu yrði meingunin eftir í andrúmsloftinu.
Þegar farið er um götur Reykjavíkur á reiðhjóli fer ekki framhjá hjólreiðafólki hvað meingun af völdum sprengihreyfla er mikil. Skiptir þá engu hvort um er að ræða dísil eða bensín. Á annatímum verður meingunin slík að hjólreiðafólk forðast tiltekin svæði.
Síðdegis sunnudaginn 2. þessa mánaðar lögðum við hjónin land undir hjól, fórum hring um Seltjarnarnesið og þaðan út í Effersey. Á leiðinni heim, þegar við hjóluðum með goluna í fangið, var meingunin átakanleg. Heldur dró þó úr henni þegar komið var aftur út á Seltjarnarnes, en þar var minni umferð og þó vottaði fyrir bensín- og olíustybbu.
Það verður mikil heilsubót af því þegar sprengihreyfilsbílum fer að fækka og aðrir orkugjafar taka við.
Höfundur ferðast um ásamt eiginkonu sinni á rafbíl eða tveggja manna hjóli.
Umhverfismál | 5.9.2018 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Breska ríkisútvarpið hefur yfirleitt haft orð á sér fyrir hlutlægni. Öðru hverju bregður þó fyrir gamansömum athugasemdum sem varða við hlutdrægni.
Um þessar mundir greina sérfræðingar einkum gerðir Bandaríkjaforseta og í morgun var það Múrinn mikli - eitthvert mesta mannvirki sem ráðist verður í frá smíði Múrsins mikla í Kína sem stóð yfir í rúm 270 ár.
Það gerir sérfræðingum nokkuð erfitt fyrir að forsetinn núverandi lýsir múrnum á ýmsa vegu og enginn veit hvað upp snýr.
Nýjasta lýsingin er þessi:
Múrinn verður 3.200 km langur.
Hann verður 10 metra hár.
Ekki er vitað hvort hann verður hlaðinn úr tigulsteinum eða gerður úr sementi.
Mexíkóskt fyrirtæki, Semex, sem starfa báðum megin landamæra Mexíkós og Bandaríkjanna hefur veðjað á sement og hafa nú hlutabréf í fyrirtækinu hækkað um 200%.
En ýmis teikn eru á lofti um að múr þessi verði aldrei eða seint að veruleika.
1. Landslagið á landamærunum er margþætt, fjöll og firnindi, ár, mýrlendi og móar.
2. Þá er ekki allt landið í eigu hins opinbera. Ríki, sveitarfélög, frumbyggjaþjóðir, fyrirtæki og einstaklingar skipta með sér landinu. Því er talið að mörg dómsmál spretti vegna fyrirhugaðra framkvæmda við múrinn og geti málaferlin tafið byggingu hans um heilan mannsaldur.
3. Enginn veit með vissu hvað múrinn kostar. Heyrst hefur talan 14 milljarðar Bandaríkjadala og má margfalda þá upphæð með 120 til þess að reikna út krónufjöldann. Talið er að slík útgjöld kunni að standa í fjárveitingavaldinu bandaríska.
Umhverfismál | 26.1.2017 | 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagblað alþýðunnar, sem Íslendingar hafa aldrei kallað Alþýðublaðið, greinir frá því í dag (á morgun, þriðjudaginn 12. apríl) að kínverskum vísindamönnum hafi tekist að búa til sólarrafhlöður sem framleiða rafmagn á sólríkum dögum sem í rigningu.
Rafhlöðurnar eru húðaðar með grafími sem hefur ofurleiðni. Í regnvatninu eru ýmis efni sem mynda rafhleðslu. Enn eru þó þessar rafhlöður ekki samkeppnishæfar við aðrar sólarrafhlöður, en vísindamennirnir halda því fram að hér sé um enn eitt skrefið að ræða í fjölbreyttum orkugjöfum sem eru vistvænir.
Hér er frétt blaðsins.
Umhverfismál | 11.4.2016 | 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eitt sinn birtist pistill á þessum síðum um stækkun Hellisheiðarvirkjunar og þá firringu sem væri fólgin í því að nýta jarðhita eingöngu til raforkuframleiðslu, en sagt er að einungis nýtist 10-14% orkunnar í því sambandi. Höfundur pistilsins sætti talsverðu ámæli fyrir vanþekkingu og úrtölur. Þess skal getið að höfundur er hvorki jarðfræðingur né rafeindavirki, en hafði þessar staðreyndir úr ýmsum áttum.
Annað hefur komið á daginn og nú er ekki annað í vændum en blása Helguvíkurálverið endanlega af og hugsa sig tvisvar um áður en ráðist verður í frekari stórvirkjanir. Ívilnunin á Bakka er ekki fordæmisgefandi. Reyndar hneykslast margir á Ragnheiðu Elínu Árnadóttur fyrir að láta sér detta í hug að reyna megi slíkar ívilnanir handa Suðurnesjamönnum, en gleyma því um leið hverra þingmaður hún er og muna ekki heldur hvar fyrrverandi iðnaðarráðherra sat, þegar hann skrifaði undir Bakkasamningana. Eitt er víst. Ríkisstjórnin þarf að hugsa sig vandlega um á næstunni.
Umhverfismál | 10.6.2013 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ýmsir hafa haft áhyggjur af væringum á sviði viðskipta sem eru á milli Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Kína. Sumir sérfræðingar í efnahagsmálum hafa haft á orði að leiðtogar heimsins þurfi að finna önnur ráð en átök og deilur, ef komast eigi hjá meiriháttar hörmungum fyrir mannkynið. Nú óttast sumir að þrengt verði að nýjungum á sviði orkuvinnslu og neyslu. Í morgun barst þetta ákall:
Dear friends,
There's new hope on climate change, with 20% of the world's electricity being produced by renewables! China's aggressively invested billions in solar energy, making it almost as cheap as fossil fuels. But, instead of meeting that investment, the EU and US may be about to slap tariffs on Chinese solar panels, preventing a green revolution. Sign the petition to stop a trade war, and hold talks to save solar:
Climate change is accelerating, but there’s a massive ray of hope: clean energy is booming, producing nearly 20% of the world's electricity! Incredibly, the US and EU are threatening to stifle this breakthrough -- but together we can stop them.
In the last decade the Chinese government has invested billions in solar, sending panel prices plummeting and making clean green tech almost as cheap as dirty fossil fuels. But the US and EU, who give billions in taxpayer subsidies to Big Oil and Coal, are about to drive solar prices back up by putting tariffs on China, and now China is threatening to retaliate. A full on trade war is brewing that could kill the crucial green energy revolution.
The EU and US are deciding right now. Most of the solar industry is against tariffs -- and now massive public support could tip the balance. Sign the urgent petition to save solar – if we build a 500,000 strong petition, Avaaz will make a formal submission to the US International Trade Commission and EU trade Commissioner calling for talks not tariffs:
http://www.avaaz.org/en/a_ray_of_hope_on_climate/?bGPNudb&v=17606
China has a poor human rights and environmental record, and its strategy of flooding the global market with subsidised goods could be found to be too aggressive. But the right response to this is not tariffs, it is investment. While China, the EU, and the US all funnel billions into Big Coal and Oil to destroy our planet, China is also providing huge loans and subsidies to the solar industry. And that's exactly what other governments have failed to do.
Following the bankruptcy of a handful of US and EU solar manufacturers, some lobbyists are pushing politicians to blame China, instead of their own insufficient and inappropriate subsidies. Some claim that domestic jobs are threatened by low cost Chinese panels, but the truth is the opposite -- experts predict that tariffs could cost 60,000 jobs in the US alone. The vast majority of jobs in the solar sector outside of China are in installing and servicing panels, not manufacturing them, so cheaper panels now means more work, and more jobs. And less climate change.
The EU trade Commissioner initiated the investigation into tariffs today and the US ITC proceedings are about to kick off. Written statements to both must be submitted in days to be considered. We're in a race against the clock to green our economies and prevent catastrophic climate change, and Chinese success in green tech could be the perfect catalyst for the rest of the world to scale up the technology and sustainably bring down prices. Let's make sure the EU and the US don't kill our ray of hope:
http://www.avaaz.org/en/a_ray_of_hope_on_climate/?bGPNudb&v=17606
In the world most of us everywhere want, our governments would incentivise clean energy, and not hand out our tax money to polluters making record profits from dirtying our land, air and water and destroying our planet. Today, we can save solar, and take one step closer to that future.
With hope,
Iain, Joseph, Alice, David, Julien, Emma, Ricken and the rest of the Avaaz team
PS - Avaaz has launched Community Petitions, an exciting new platform where it's quick and easy to create a campaign on any issue you care strongly about. Start your own by clicking here: http://www.avaaz.org/en/petition/start_a_petition/?do.ps.solar
More information:
BBC -- "China solar panel imports investigated by European Union"
http://www.bbc.co.uk/news/business-19498382
Forbes – "Solar Trade War Widens To Europe, SolarWorld Called 'Crazed Agent Provocateur'"
http://www.forbes.com/sites/toddwoody/2012/07/24/solar-trade-war-widens-to-europe-solarworld-called-crazed-agent-provocateur/
CBS -- "Chinese solar industry faces weak sales, price war"
http://www.cbsatlanta.com/story/19337660/chinese-solar-industry-faces-weak-sales-price-war
NYT -- "U.S. Slaps High Tariffs on Chinese Solar Panels"
http://www.nytimes.com/2012/05/18/business/energy-environment/us-slaps-tariffs-on-chinese-solar-panels.html?pagewanted=all
Bloomberg – "U.S. Solar Tariffs On Chinese Cells May Boost Prices"
http://www.bloomberg.com/news/2012-05-17/u-s-solar-tariffs-on-chinese-cells-may-boost-prices.html
The Butler Firm -- "Fighting Fair: A legal analysis of SolarWorlds trade dispute with China"
http://www.thebutlerfirm.com/fighting-fair-a-legal-analysis-of-solarworlds-trade-dispute-with-china/
Support the Avaaz Community!
We're entirely funded by donations and receive no money from governments or corporations. Our dedicated team ensures even the smallest contributions go a long way.
________________________________________
Avaaz.org is a 15-million-person global campaign network that works to ensure that the views and values of the world's people shape global decision-making. ("Avaaz" means "voice" or "song" in many languages.) Avaaz members live in every nation of the world; our team is spread across 19 countries on 6 continents and operates in 14 languages. Learn about some of Avaaz's biggest campaigns here, or follow us on Facebook or Twitter.
You are getting this message because you signed "President Zardari: Save my daughter!" on 2012-08-30 using the email address arnthor.helgason@gmail.com.
To ensure that Avaaz messages reach your inbox, please add avaaz@avaaz.org to your address book. To change your email address, language settings, or other personal information, https://secure.avaaz.org/act/index.php?r=profile&user=8453606e5d501827698c540db59c777c&lang=en, or simply go here to unsubscribe.
To contact Avaaz, please do not reply to this email. Instead, write to us at www.avaaz.org/en/contact or call us at +1-888-922-8229 (US).
Umhverfismál | 7.9.2012 | 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í erindi sínu fjallar Húni um þær réttarheimildir sem gilda um hvítabirni á Íslandi og hvernig þær hafa þróast, segir í frétt Morgunblaðsins í dag. Hann fjallar einnig um túlkun réttarheimilda um hvítabirni og þær móttökur sem þeir hafa fengið á Íslandi á síðustu árum.
Þá útskýrir Húni þær ráðstafanir sem stjórnvöld gripu til sumarið 2008 þegar tveir hvítabirnir gengu á land.
Í þessari frétt er fjallað um Húna Heiðar Hallsson, sem fjallar um hvítabirni. Afkvæmi hvítabjarnar er kallað húni. Það á því vel við að Húni Heiðar fjalli um réttarstöðu bjarndýranna hér á landi.
Á undanförnum árum hefur tilviljun ráðið því að nöfn manna hafa með ýmsum hætti tengst starfi þeirra. Nefnamá Sigurjón Bláfeld, loðdýraráðunaut, Eyjólf Ísfeld Eyjólfsson, fyrrum forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Ólaf Dýrmundsson, landbúnaðarráðunaut. Eitt sinn hélt hann fyrirlestur um sauðfjárrækt á Íslandi fyrir dansflokk frá Tíbet og þótti fara vel á því nafnsins vegna.
Í Evrópu eiga ættarnöfn iðulega rætur að rekja til iðngreinar sem ættfaðirinn stundaði. Má sem dæmi nefna orðið smith sem tekur á sig ýmsar myndir eftir því hvaða smíðar forfaðirinn stundaði. Hér á landi kenndu menn sig við ættaróðalið, sveitina eða forföður, þegar ættarnafnatískan náði fótfestu hér á landi. Einnig voru þess dæmi að menn kenndu sig við staði sem þeim þóttu öðrum fegri svo sem Kaldalón ber vitni um.
Umhverfismál | 25.1.2011 | 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stefán sagðist enn ekki hafa borðað termíta. Ekki veit ég hvort hann hfyllir við þeim á samahátt og Vestmannaeyinga hryllir við að leggja sér lundapysjur til munns. Það rifjaðist upp fyrir mér að árið 2000 gæddi ég mér á silkilirfum í borginni rongsheng í Kína. Eitthvað fóru þessar lrfur fyrir brjóstið á sumum samferðarmönnum mínum sem stóðust ekki að sjá þær horfa á sig brostnum augum. Mér þóttu þær hins vegar dýrindis sælgæti. Séu termítar og önnur skordýr sambærileg að gæðum hef ég engar áhyggjur af framtíð mannkynsins. Miklu ódýrara er að rækta skordýr en kvikfénað, einkum nautgripi og er því sjálfsagt að huga að breyttu mataræði í náinni framtíð. Hver veit nema Íslendingar taki að rækta ánamaðka til manneldis og Stefán Jón benti reyndar á að Mývetningar gætu farið að veiða mýflugur í sama tilgangi. Græn orka og skordýraát. Það er framtíðin.
Umhverfismál | 14.12.2010 | 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Til hamingju með tilveruna, Páll.
Umhverfismál | 17.10.2010 | 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319741
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar