Færsluflokkur: Umhverfismál

Plastmeingunin ógnar lífríki jarðar

fyrir nokkrum dögum komu vísindamenn úr leiðangri meðfram ströndum Kaliforníu. Leiðangurinn stóð í þrjár vikur og könnuðu leiðangursmenn plastmeingun í sjónum.

Samkvæmt frásögn BBC leið varla sú míúta að ekki væri siglt framhjá einhvers konar plasti, brúsum, pokum, tannburstum, umbúðum og nælon-netum, sem sjómenn hafa löngum kallað drauganet. Netin fanga hvað eina, dautt og lifandi. Þau flækjast saman og mynda einhvers konar grundvöll fyrir stórum og smáum eyjum sem myndaðar eru úr sorpi.

Viðjmælandi útvarpsins sagði að plastmeingunin ógnaði lífríki hafanna og aðkallandi væri að rannsaka hvort plastefni væru farin að hafa áhrif á fæðu fólks því að greinilegt sé að ýmsir fiskar gæði sér á því. Taldi viðmælandinn nauðsynlegt að hefja hið fyrsta hreinsun hafanna. Hvort það sé vinnandi vegur er svo önnur saga.

Tekið skal fram að undirritaður skrifar ei í meingun til þess að leggja áherslu á meinsemi hennar.


Græn orka úr sjó

Í daglegu lífi Morgunblaðsins í dag birtist afar merkilegt viðtal Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur við Leo Christensen, sérfræðing frá Lálandi í Danmörku. Lýsir hann því hvernig Lálendingar brugðust við fyrir nokkrum árum, þegar atvinnuleysi var þar um 20%. Hófust menn þá handa við “grænan orkuiðnað”.

Leo fullyrðir að hér á landi séu allar aðstæður fyrir hendi til þess að Íslendingar geti orðið sjálfum sér nægir um lífrænt eldsneyti og bendir m.a. á að sjávarþörungar séu taldir einkar hentugir til slíkrar framleiðslu. Flytur hann erindi í Þjóðminjasafni Íslands á morgun kl. 12:15.

Að vísu hefur verið gagnrýnt að lífrænt eldsneyti dragi lítið úr losun gróðurhúsalofttegunda, en því fylgja vissulega margvíslegir kostir. Hér á landi væri hægt að framleiða slíkt eldsneyti án þess að ganga á land sem hentar til hefðbundins landbúnaðar.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband