Nornaveiđar fréttastofu RÚV - um viđbrögđ fréttamanns

Einn af lesendum bloggsíđunnar sendi Kristni Hrafnssyni, fréttamanni Ríkisútvarpsins, slóđina ađ síđasta pistli. Fékk hann ţau svör ađ flest vćri rétt en upphafiđ vćri „bull og ţvćttingur“. Slíkt orđbragđ bendir til ţess ađ ég hafi haft nokkuđ til míns máls og ađ fréttamađurinn sé rökţrota. Grípa menn ţá einatt til gífuryrđa.

Hugtakiđ „nornaveiđar“ׂ merki m.a. órökstuddar fullyrđingar sem slegiđ er fram án ţess ađ kafađ hafi veriđ ofan í orsakir ţess sem fjallađ er um. Slíkar fullyrđingar eru iđulega til ţess fallnar ađ ýta undir sleggjudóma hjá almenningi sem byggja iđulega á fáfrćđi.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tíđum fjallađ um málefni lífeyrisţega af ţekkingu og ábyrgđ. Ţó hefur boriđ viđ ađ fréttamenn hafi ekki veriđ vandir ađ virđingu sinni og slegiđ fram fullyrđingu sem orđiđ hafa til ţess ađ skađa málstađ öryrkja. Hiđ sama á viđ um dagblöđin og Stöđ tvö, en ţar ofsótti ónefndur fréttamađur samtök öryrkja á tímabili. Kvađ svo rammt ađ ţví ađ Stöđ tvö var beđinn ađ sjá svo um ađ hann mćtti ekki á fréttamannafundi sem haldnir voru.

Ţótt ég nefni engin nöfn í ţessum pistli verđur tekiđ dćmi af atburđi sem varđ fyrir tveimur árum. Ţá sagđi formađur Öryrkjabandalagsins skyndilega af sér. Hófst ţá mikil rógsherferđ á hendur Hússjóđi Öryrkjabandalagsins sem hefđi getađ endađ međ ósköpum hefđi ekki veriđ gripiđ í taumana. Ungur og kappssamur fréttamađur, sem vann ţá á fréttastofu ríkisútvarpsins, virtist lítiđ ţekkja til málsins og ruglađi öllu saman. Vissi hann t.d. ekki muninn á félagsţjónustunni í Reykjavík og Hússjóđi Öryrkjabandalagsins. Sem betur fór tókst ađ stöđva manninn áđur en skađi hlytist af.

Flestir frétta- og blađamenn hér á landi vinna starf sitt af samviskusemi og árvekni. Kristinn

Hrafnsson er ţar ekki undanskilinn. Í fréttinni um öryrkja skaut hann yfir markiđ og fyrir ţađ ber fréttastofu ríkisútvarpsins ađ bćta.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband