Orð Steingríms Sigfússonar í fréttum sjónvarpsins í gærkvöld um að þessar upplýsingar skytu skökku við það sem hann hefði lesið um ástandið á Norðurlöndum, fóru fyrir brjóstið á mörgum. Steingrímur hefur sjálfsagt ekki þurft að lepja dauðann úr skel svo að árum eða áratugum skiptir og löng seta hans á Alþingi hefur firrt hann veruleikaskyni. Harpa Njáls, félagsfræðingur, birti ítarlegar uplýsingar um fátækt á Íslandi í upphafi þessarar aldar og þáverandi ríkisstjórn fór hamförum í þeirri viðleitni sinni að hrekja röksemdir hennar.
Mörgum fannst sem Samfylkingin færi vel af stað þegar hún hóf samstjórn með Sjálfstæðisflokknum árið 2007 og ýmsir bundu vonir við að hún lagfærði skemmdirnar á velferðarkerfinu sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur höfðu framið í stjórnartíð flokkanna. En Adam var ekki lengi í Paradís. Bankarnir hrundu og þá varð fangaráð ríkisstjórnarinnar eins og annarra ríkisstjórna fyrr og síðar að seilast í vasa öryrkja, aldraðra og lágt launaðra Íslendinga.
Nokkur hópur fólks hefur efnast að undanförnu og sumir eru ríkari en aðrir vegna þess að þeir nutu aðstoðar bankanna til þess að koma fé sínu úr landi. Þar á meðal er roskinn faðir formanns stjórnarandstöðuflokks á Alþingi. Hefurr sá borið því við að sú ráðstöfun hafi verið nauðsynleg því að þetta væri lífeyrissjóðurinn sinn.
Já, þannig er nú það. Þessir vesalingar, sem búa í sinni gullnu eymd, ætlast sjálfsagt til þess að þeir njóti þeirra þjónustu sem samfélagið býr eða hefur búið öldruðu og fötluðu fólki. Þessir vesalingar sjá þó ekki sóma sinn í að leggja sinn skerf til samfélagsins með því að greiða skatta af því sem þþeim bar. Nei, þeir reiða sig á láglaunafólkið og launþegana sem flestir standa í skilum enda eiga þeir einskis annars kost.
Steingrímur, hugsaðu þig tvisvar um áður en þú fullyrðir annað eins og þetta. Kynntu þér betur fyrirgreiðslu hins opinbera til láglaunafólks og lífeyrisþega á öðrum Norðurlöndum. Dugi það ekki til þess að sannfæra þig skaltu huga að verði nauðsynja þar og hér á landi.
Biddu síðan fátæka Íslendinga afsökunar á orðum þínum sem stafa af fáfræði en ekki illvilja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.4.2010 | 21:49 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós,að fjórflokkarnir verða að fara áður en þeir rústa landinu endanlega.
Friðrik Jónsson, 11.4.2010 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.