Gamansemi, ærumeiðingar og glataður broskarl

Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Jón Ásgeir Jóhannesson hyggist stefna skilanefnd Glitnis vegna ærumeiðinga, en nefndarmenn munu að sögn hans hafa fjarlægt broskarl úr tölvupósti.

Hætt er við að erfitt verði fyrir Jón Ásgeir að halda því fram að hótun geti ekki falist í því að gera að gamni sínu. Skýring á þessum viðbrögðum er sögð sú að lögfræðingur nokkur í Reykjavík, sem hefur sérhæft sig í málshöfðunum vegna ærumeiðandi ummæla, hafi séð sér leik á borði og boðist til að taka málið að sér fyrir Jón Ásgeir sem gjörunnið mál. Þannig verði e.t.v. hægt að skrapa saman einhverja aura upp í milljarðana sem Jón Ásgeir stal.

Af öryggisástæðum er nafn lögfræðingsins ekki birt þar sem undirritaður nennir ekki að fá á sig fleiri málssóknir en nauðsyn krefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband