Friðelskandi Íslendingar

Stríði fylgir jafnan ægileg grimmd. Grimmasta stórveldi nútímans eru Bandaríkin, hin friðelskandi heimslögregla og málsvarar lýðræðisins. Þau hafa beitt kjarnorkusprengju og ráðist á fleiri ríki en nokkurt annað herveldi á síðustu öld. Þau halda hlífiskildi yfir einhverju versta árásarveldi Austurlanda og sjá til þess að ekki þokist í samkomulagsátt - ef ekki með tilskipunum þá með afskiptaleysi.

Þótt vissulega megi þakka Bandaríkjamönnum ýmislegt í alþjóðastjórnmálum verður ekki hjá því komist að bera vitni um grimmd og græðgi þessa stórveldis.

Bandaríkin heimiluðu Írökum að ráðast á Kúveit og varð það stríð hvorugri ríkisstjórninni til sóma, þeirri bandarísku og íröksku.

Bandaríkjamenn sáu til þess að viðskiptabanni SÞ gagnvart Írökum yrði fylgt eftir af þeirri skefjalausu hörku sem fá dæmi eru um. Almenningur í Írak þoldi skort en yfirstéttinni tókst að skara eld að eigin köku eins og jafnan verður.

Bandaríkin ætluðu sér jafnan að hremma olíulindir Íraka og það tókst þeim í næsta stríði sem stendur enn. Og Íslendingar fylgdu þeim að málum. Og Bandaríkjamenn spörkuðu í Íslendinga, vini sína og fóru héðan með herinn.

Myndbandið, er sýnt var í sjónvarpinu, lýsir betur en orð fá lýst því siðleysi og grimmdaræði sem grípur um sig þegar tæknivæddir stráklingar fá að leika sér að morðtólum og hafa sér til skemmtunar að drepa blásaklaust fólk sem reynir að koma deyjandi samborgurum sínum til hjálpar.

Hvernig skyhldi öldruðum skólabróður mínum og fyrrum formanni þess flokks, sem ég var í hér á árum áður, líða, þegar þeir sjá afleiðingar gerða sinna og staðfestu? Ætli þeir séu ekki stoltir? Og ætli Pétur blöndal, alþingismaður, sé ekki ánægður með árangurinn - eyðilagða þjóð, eyðilagt stjórnkerfi - eyðilagt land - eyðilagða framtíð fórnarlamba stríðsátakanna - skemmdarverkin sem framin voru á æsku Íraks, fyrst með viðskiptabanninu sem Íslendingar studdu og síðan með árásarstríðinu sem Íslendingar studdu?

Er nema von að sumir hafi kallað þá félaga stríðsglæpamenn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SeeingRed

Ég er sammála hverju orði.

Ég er í skapi til að hlusta á Fréttaauka núna.

SeeingRed, 7.4.2010 kl. 01:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Grimmasta stórveldi nútímans"

Þú ert að meina, að stórveldi Kína verði betrumbót?

Orðið Tianamen, nafn á vissu torgi, kemur upp í hugann.

Við getum ekki valið, ekki að hafa stórveldi og þau eru alltaf grimm, mis mikið þó. 

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.4.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband