Glćpsamlegt athćfi

Á vef mbl.is í gćr var vitnađ til fréttar á heimasíđu Spalar. Ţar var greint frá glćfralegum akstri drukkins ökumanns á jeppa, sem braut niđur grindverk viđ Hvalfjarđargöngin og hefđi getađ valdiđ stórslysi. Var sá hinn sami heppinn ađ drepa hvorki sjálfan sig né đra.

Áđur hefur veriđ vikiđ ađ ţví á ţessum síđum ađ Íslendingar skilji fátt annađ en ströng viđurlög. Atburđir sem orđiđ hafa í umferđinni ađ undanförnu sýna og sanna ađ til einhverra ráđa verđur ađ grípa gagnvart ţeim sem stofna lífi og limum í hćttu međ gálausum akstri vegna neyslu áfengis og eiturlyfja, en hvorugt fer saman ásamt akstri. Ég hef veriđ fylgjandi háum sektum og jafnvel ţví ađ bifreiđar verđi gerđar upptćkar og fólk svipt ökuréttindum a.m.k. jafnlengi og ţeir sem eru dćmdir í ćvilangt fangelsi. Ţetta kunna ađ vera hörđ sjónarmiđ en ađrar leiđir eru fćrar.

Í raun ţarf ađ stofna til endurhćfingar einstaklinga sem hegđa sér međ svipuđum hćtti og mađurinn í Hvalfjarđargöngunum. Yrđi ţátttakendum í slíkri endurhćfingu gert ađ greiđa allan kostnađ sjálfir og kćmi hann til frádráttar sektum sem ţarf ađ stórhćkka.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála,  ţađ sem kemur viđ budduna á fólki er trúlegra ađ fólk skilji og ekki ađeins ţađ ţyrfti ađ  setja inn virka  samfélagsţjónustu  til handa svona umferđarbullum.. t.d. í formi heimsókna og eđa starfa inn á Grensásdeild ţar sem einmitt eru mörg fórnarlömb umferđarinnar.

Guđrún (IP-tala skráđ) 27.4.2010 kl. 23:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband