Glæpsamlegt athæfi

Á vef mbl.is í gær var vitnað til fréttar á heimasíðu Spalar. Þar var greint frá glæfralegum akstri drukkins ökumanns á jeppa, sem braut niður grindverk við Hvalfjarðargöngin og hefði getað valdið stórslysi. Var sá hinn sami heppinn að drepa hvorki sjálfan sig né ðra.

Áður hefur verið vikið að því á þessum síðum að Íslendingar skilji fátt annað en ströng viðurlög. Atburðir sem orðið hafa í umferðinni að undanförnu sýna og sanna að til einhverra ráða verður að grípa gagnvart þeim sem stofna lífi og limum í hættu með gálausum akstri vegna neyslu áfengis og eiturlyfja, en hvorugt fer saman ásamt akstri. Ég hef verið fylgjandi háum sektum og jafnvel því að bifreiðar verði gerðar upptækar og fólk svipt ökuréttindum a.m.k. jafnlengi og þeir sem eru dæmdir í ævilangt fangelsi. Þetta kunna að vera hörð sjónarmið en aðrar leiðir eru færar.

Í raun þarf að stofna til endurhæfingar einstaklinga sem hegða sér með svipuðum hætti og maðurinn í Hvalfjarðargöngunum. Yrði þátttakendum í slíkri endurhæfingu gert að greiða allan kostnað sjálfir og kæmi hann til frádráttar sektum sem þarf að stórhækka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála,  það sem kemur við budduna á fólki er trúlegra að fólk skilji og ekki aðeins það þyrfti að  setja inn virka  samfélagsþjónustu  til handa svona umferðarbullum.. t.d. í formi heimsókna og eða starfa inn á Grensásdeild þar sem einmitt eru mörg fórnarlömb umferðarinnar.

Guðrún (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband