Austurríska grænmetishljómsveitin

Hanna G. Sigurðardóttir sletti skemmtilega úr klaufunum á rás 1 í morgun og fræddi hlustendur um Austurrísku grænmetishljómsveitina. Slóðin er hér:

http://www.gemueseorchester.org/

Límið þessa slóð í vafrann ykkar og njótið þess sem er á síðunni. Öll hljóðfærin eru úr grænmeti. Kokkur er meira að segja hluti hljómsveitarinnar enda er soðin súpa úr hljóðfærunum eftir tónleika og gestum gefið að bragða á góðgætinu. Halda menn svo syngjandi sælir og glaðir heim til sín.

Ég heyrði fyrst um þessa hljómsveit austur í Beijing fyrir 6 árm. Hún hélt þar tónleika og vakti fádæma athygli. Ég trúði vart eigin eyrum þegar ég heyrði fjálglegar lýsingar kínverska fréttamannsins á tónleikunum.

Ef leitað er að orðunum grænmeti, hljómseit og Austurríki (vitanlega á ensku) á netinu kemur í ljós að hljómsveitin, sem var stofnuð árið 1998, hefur orðið ýmsum fyrirmynd slíkra hljómsveita.

Nú ættu íslenskir grænmetisbændur að bjóða þessari hljómsveit hingað til lands og efna til stórtónleika. Í kjölfarið væri hægt að fara í stórátak í sölu grænmetis og kenna Íslendingum að búa til hljóðfæri úr gúrkum og gulrótum. Gulrófur hljóta að hljóma vel séu þær rétt meðhöndlaðar og á sumrin má framleiða hin unaðslegustu hljóð úr hundasúrum, hvönn og njóla. Þar sem notaðir eru hljóðnemar þegar tónlistin er flutt má hafa alls kyns skemmtan í frammi eins og að bryðja gulrófur, smjatta á sölvum, tyggja epli og hvítkál með ýmsum tónbrigðum, smjatta á hreðkum o.s.frv. Hubmyndirnar eru með öðrum orðum óþrjotandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: MUSA

Þetta er frábær hópur grænmetiselskandi tónlistarmanna.

Kíkið á fleira skemmtilegt á minni síðu.

MUSA, 29.4.2010 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband