Neslistinn - stuðningsyfirlýsing

Ég hef áður viðrað þá skoðun á þessum síðum að brottlaup Framsóknar og Samfylkingar úr röðum Bæjarmálafélags Seltjarnarness fyrir þessar kosningar hafi verið ógæfuspor. Það gladdi mig því að bæjarmálafélagið skyldi þrátt fyrir allt halda sínu striki og bjóða fram. Neslistinn býður nú fram í 6. sinn. Að listanum stendur grandvart og heiðarlegt fólk úr a.m.k. þremur áttum. Þar eru óháðir, a.m.k. einn framsóknarmaður og vinstri grænir eiga þar sína fulltrúa.

Árni Einarsson er þrautreyndur félagsmála- og nefndamaður sem starfað hefur með Bæjarmálafélaginu í rúman áratug. Brynjúlfur Halldórsson hefur verið skemur í starfi félagsins en hefur reynst verður þess trausts er honum hefur hlotnast.

Þegar Brynjúlfur varspurður hvers vegna hann hefði ekki fylgt félögum sínum í Framsóknarfélagi Seltjarnarness, þegar þeir ákváðu að virða ekki úrslit prófkjörsins, sagðist hann vera formaður Bæjarmálafélagsins og bera sinn hluta ábyrgðarinnar. Þess vegna tæki hann einarður þátt í framboðinu.

Þeim sem hafa hug á að kynna sér stefnu og sjónarmið Bæjarmálafélags Seltjarnarness skal bent á heimasíðuna http://xn.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband