Eftir hlé voru á dagskrá tónleikanna ljóð eftir Ása í Bæ við eigin lög og Oddgeirs Kristjánssonar. Atli Heimir útsetti þau sérstaklega vegna útgáfu geisladisks sem brátt lítur dagsins ljós. Freyja er barnabarn Ása og setti sér það markmið að gefa út öll ljóð afa síns ásamt lögum hans og annarra er samið hafa lög við þau. Atli Heimir samdi nýtt lag við minningarljóð Ása um vin sinn, Odgeir Kristjánsson og verður það á geisladiskinum.
Flutningur þeirra kvennanna var skemmtilegur, afar lipur og fágaður. Atli Heimir hefur gert skemmtilegar útsetningar fyrir píanó og klarínettu. Undirleikurinn er ekki ofhlaðin of mikilli fingrafimi en hljópípuleikarinn fær að fara á kostum sem Freyja gerði svo sannarlega. Einnig var athyglisvert hversu næm túlkun Hönnu Dóru var á efninu. Henni skeikaði hvergi.
Það hríslaðist um ig sælukennd þegar ég heyrði sum lögin. Sólbrúnir vangar og Ég veit þú kemur auk annarra laga runnu inn í sálina og ollu nokkrum tilfinningaglundroða. Þessi lög og ljóð þeirra félaga eru órjúfanlegur hluti æsku- og unglingsáranna sem er á meðal hins ljúfasta sem hugurinn varðveitir.
Þessi glaðværu en um leið angurværu lög sköpuðu skemmtilega heild. Hún var þó rofin á einum stað. Freyja tilkynnti að skotið yrði inn laginu Fréttaauka sem Ási gerði ljóð við, en tónskáldið væri á staðnum. Flutningurinn var áhrifamikill. Lagið hafði verið útsett í hægum takti og Atli Heimir lét efni ljóðsins njóta sín, en það er sorgarljóð og ádeila á styrjaldir. Hálftónarnir skiluðu sér allir og þetta lag, sem er annars vinsælt í glaðværri útsetningu, var orðið að angurværum tregasöng. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar Ási söng kvæðið fyrir okkur tvíburana í júníbyrjun 1967 og sagði að þetta væri enginn gleðisöngur heldur harmþrungið lag. Því miður voru engin tök á að flytja ljóðið á tónleikum sem við Gísli héldum þá um sumarið, en lagið fluttum við undir heitinu Stúlkan frá Víetnam.
Fréttaaukanum ásamt öðrum lögum var vel fagnað. Á eftir spurði einn tónleikagesturinn mig hvort ég vissi hver höfundur Fréttaaukans væri og greindi ég honum frá því. Var það vel að menn vissu það ekki svo gjörla því að höfundurinn þolir orðið illa of mikla athygli.
Væntanlegur geisladiskur með Eyjalögunum verður einhver mesta perla sem gefin hefur verið út með slíku efni og má vænta þess að Vestmannaeyingar ásamt öðrum Íslendingum taki honum fagnandi.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Menning og listir | 28.5.2010 | 09:11 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319698
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.