Fyrir 20 árum eða svo gerði lítið tölvufyrirtæki hér á landi tilraunir með íslenskt tal sem hægt væri að skrá beint inn á tölvur. Ekki er vitað til að þær tilraunir hafi verið styrkta með einum eða öðrum hætti. Það gefur auga leið að tölvunotkun yrði fjölda fólks mun einfaldari ef það gæti hreinlega talað inn það efni sem það langar til að skrifa. Ýmsir eiga óhægt um vik með að skrifa á lyklaborð tölvunnar og er þetta því kjörin lausn.
Blindrabókasafn Íslands hefur nú heimilað notendum í einhverjum mæli að hala niður hljóðbækur af heimasíðu safnsins. Geta notendur nú sótt sér hljóðbækur á einfaldan hátt. Þetta hlýtur að spara stórfé þar sem ekki þarf lengur að fjölfalda geisladiska með efni bókanna.
Þá gladdi það mig að lesa á heimasíðu Þekkingar- og þjónustumiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga að íslenskt blindraletur sé nú komið inn í danska RoboBraille-kerfið. Hugmyndin að baki þessu kerfi er að einfalda framleiðslu skjala með blindraletri. Kennarar blinds fólks og samstarfsmenn geta nú framleitt skjöl með blindraletri svo fremi sem blindraletursprentari er á staðnum. Sá, sem ætlar að þýða texta á blindraletur, sendir tölvupóst á tiltekið netfang og setur í efnislínuna ákveðnar skipanir um blaðsíðustærð o.fl. Að vörmu spori kemur skjal til baka sem er sérsniðið að þörfum þeim sem skilgreindar voru. Ekki áttaði ég mig á hvort textinn yrði að vera hreinn texti eða sniðinn í word eða öðrum forritum. Í fljótu bragði fann ég ekki upplýsingar um þetta á heimasíðu fyrirtækisins sem stendur á bak við þessa þjónustu, www.robobraille.org. Ég geri þó ráð fyrir að setja þurfi í textann einhverjar pretskipanir svo sem um fyrirsagnir, breytt letur o.s.frv., nema þetta sé allt saman þýtt beint úr ritvinnslukerfi sem væri auðvitað það besta. Þessi þjónusta léttir vonandi ýmsum að færa skjöl á blindraletur og eykur vonandi lestur efnis á þessu lífsnauðsynlega letri.
Ég hef oft velt fyrir mér þeirri sorglegu staðreynd að lesendur blindraleturs á Íslandi eru helmingi eða þrisvar sinnum færri en gengur og gerist í Vestur-Evrópu. Þetta á sér ýmsar skýringar sem ekkiverða raktar hér.
RoboBraille-forritið gerir einnig ráð fyrir að hægt sé að senda tölvutækan texta sem viðhengi og fá hann lesinn á því tungumáli sem beðið er um. Þessi þjónusta er enn ekki fyrir hendi á íslensku enda talgervlarnir íslensku vart færir um slíkt með ´goðu móti.
Þótt tölvutalið sé vissulega til mikils hagræðis eru þó ýmis störf í upplýsingasamfélaginu þar sem vart verður hjá því komist að lesa annaðhvort með augum eða fingrum. Þá verður aðgengi að tölvuforritum mun fjölþættara sé jöfnum höndum notað tal og blindraletur. Þetta fékk ég að reyna í störfum mínum sem blaðamaður á Morgunblaðinu og í núverandi verkefnum á vegum Viðskiptablaðsins. Þá hefði ég vart getað innt af hendi ýmis félagsmálastörf án blessaðs blindraletursins.
Það er ánægjulegt þegar starfsmenn opinberra stofnana eins og blindrabókasafnsins og Þekkingarmiðstöðvarinnar hafa metnað til þess að hrinda í framkvæmd jafnsjálfsögðum úrbótum og niðurhali bóka og sjálfvirkri prentun með blindraletri. Nú þyrftu þessar stofnanir og fleiri aðilar að sameinast um að endurbæta þá talgervla sem fyrir eru á íslensku eða búa til nyjan talgervil. Þá tel ég ekki úr vegi að reynt verði til hlítar að fá afnot af elsta talgervlinum sem sennilega hefur verið einna best heppnaður þeirra þriggja sem gerðir hafa verið fyrir íslenska tungu.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Bækur, Menntun og skóli, Vefurinn | 9.6.2010 | 22:12 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.