Tíðindi í borgarstjórn Reykjavíkur

Það er merkur áfangi í íslenskum sveitarstjórnarmálum þegar meirihlutinn í Reykjavík býður minnihlutanum embætti forseta og fyrsta forseta borgarstjórnar. Það var einnig í fullu samræmi við það sem Hanna Birna sagði í kosningabaráttunni að hún þá þetta boð.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi samvinna meiri- og minnihluta gengur í borgarstjórninni. Ef vel tekst til, sem allir vona, getur það orðið Alþingi til eftirbreytni og forystu stjórnmálaflokkanna á landsvísu. Þótt ritstjóri síðunnar búi ekki í Reykjavík sér hann ástæðu til að óska borgarstjórn Reykjavíkur velfarnaðar á kjörtímabilinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband