Helga Valtýsdóttir leikur forríka, fársjúka, gerspillta og taugaveiklaða konu sem á mann af fátæku foreldri. Hún verður áskynja um að fremja eigi morð en veit ekki hvar og reynir árangurslaust að hafa uppi á manninum sínum í síma.
Þótt persónusköpunin sé nauðaómerkileg og söguþráðurinn enn verri er þó eitthvað skemmtilegt við að heyra þetta gamla leikrit, sem útvarpað þegar ég var 6 ára. Það er athyglisvert að hlusta eftir gömlu brellunum og þeim aðföngum sem Flosi þurfti að notast við. Sem dæmi má nefna atriðið þegar aðalpersónan, sem þá var 10 árum yngri en þegar leikurinn gerist, hitti í fyrsta sinn tilvonandi eiginmanninn. Hún vélaði hann frá vinkonu sinni með því að sýna honum nýja sportbílinn. Útvarpið er blindur miðill og á ekki annarra kosta völ en sýna hlustendum bílinn með hljóðum. Já, stór og fokdýr, amerískur sportbíll. Ætli hann hafi ekki verið 8, 12 eða 16 gata tryllitæki? En í hljóðritinu er þetta afgam all, ískrandi og skröltandi skrjóður. Leikritinu var útvarpað 1958 og Guð má vita hvaða árgerð var á hljómplötunni sem Flosi notaði.
Ég hvet alla málsmetandi útvarpshlustendur til þess að setjast við útvarpstækin á fimmtudagskvöldum kl. 22:25 í sumar og hlusta á þetta fáránlega skemmtilega leikrit þar sem persónurnar eru svo víðsfjarri því sem okkur dreymir um en þó svo nærri því sem ýmsa hefur langað að verða, þ.e. ríkir en ekki ríkir og sjúkir.
Flosi Ólafsson var skemmtilegur og Íslendingar urðu fátækari en þeir voru þegar hann féll frá. Vonandi sér Ríkisútvarpið ástæðu til að útvarpa fleiri leikritum sem hann stýrði. Sum þeirra voru meistaralega vel gerð miðað við þær aðstæður sem honum og leikurum ásamt tæknimönnum voru búnar og enginn gerði betri áramótaskaup en hann.
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Menning og listir, Spaugilegt | 1.7.2010 | 23:27 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.