Enn um aðgengi blindraað GPS

Fyrir nokkru skrifaði ég dálítið um aðgengi að GPS-staðsetningartæki Nokia 6710, en slík tæki eru í mörgum Nokiasímum.

Í dag var mér boðið að uppfæra hugbúnað símans og gerði ég það í tveimur áföngum. Þá vildi svo til að ég hlóð niður nýjum GPS-hugbúnaði og virðist hann nú vera aðgengilegur. Talgervillinn les nú lista yfir þau atriði sem leitað er að, uppáhaldsstaði, veitingastaði, verslanir, gistihús o.s.frv og gerir þeim glögg skil.

Í fikti mínu í sumarleyfinu setti ég auðvitað upp tölvupósthólf í símanum. Virðist ég hafa skilgreint það sem imap-hólf og skiptir það í sjálfu sér ekki máli. Hængurinn er hins vegar sá að talgervillinn les ekki tölvupóstinn nema með herkjum, en ég get skrifað póst eins og ekkert sé. Ég he reynt að eyða uppsetningu pósthólfsins í símanum en ekki tekist það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Er nokkuð annað gera en hafa samband við seljandann og ath. hvort tæknigúrúar þar á bæ geti ekki leiðbeint þér.

Dingli, 12.8.2010 kl. 06:07

2 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það á ekki að vera neitt vandamál að eyða út pósthólfi sem þú hefur sett upp í Nokia 6710. Ef þú ferð inn í tölvupóstforritið sjálft úr valmyndinni, þá velur þú Stillingar og síðan flettirðu niður í listanum að pósthólfinu þínu, velur Valkostir og Fjarlægja pósthólf. Að þessu loknu getur þú síðan sett upp pósthólfið þitt aftur. Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá getur þú sent tölvupóst á okkur hjá Hátækni á póstfangið nokiahjalp@nokia.is eða hringt í okkur í síma 588 5000

Magnús V. Skúlason, 12.8.2010 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband