Vefur Menningarnætur Reykjavíkur

Í fyrra ritaði ég á þessum síðum um aðgengi að vef Menningarnætur Reykjavíkurborgar og ég held að ég hafi gert það einnig fyrir tveiur árum.

Enn á ný er fólk hvatt í fjölmiðlum til að kynna sér vefinn. Ég hugðist vera snemma á ferðinni og opnaði hann áðan. Viti menn! Ennþá sama óaðgengilega kerfið og í fyrra.

Því var viðburðastjóra Reykjavíkur, talsmanni Gagarins, Blindrafélaginu, Öryrkjabandalaginu o.fl. sent bréf þar sem vakin var athygli á því að vefurinn væri einungis aðgengilegur sumum en ekki öllum. Sérstök athygli var vakin á vanda þeirra sem nota skjálesara og ef til vill lenda fleiri í vandræðum með vefinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband